fiskamerkid

10 ástæður þess að það getur verið erfitt að skilja fólk í fiskamerkinu: Fólk sem er fætt í fiskamerkinu getur verið afskaplega flókið og furðulegt. Ekki nóg með að við skiljum þau ekki alltaf, þau skilja sig varla sjálf, eða… eru með stanslausar áhyggjur af því að vera stórkostlega misskilinn.

Hér eru 10 ástæður fyrir því að enginn skilur fólk í fiskamerkinu og um leið, af hverju það er bara gersamlega alveg í lagi.

Þessi diva er í fiskamerkinu
Þessi diva er í fiskamerkinu

1. Fiskurinn er tólfta merkið í hringnum

Þar sem fiskarnir eru tólfta merkið í stjörnumerkjahringnum bera þeir með sér einkenni úr karakterum allra merkjanna á undan. Þetta þýðir að fiskurinn er í stanslausri togstreitu með það hvernig honum ætti að líða og þar af leiðandi er flókið fyrir okkur hin, sem erum ekki fiskar, að skilja hvað er í gangi hjá þeim.

Fiskar eru frekar óákveðnar týpur, jafnvel með fáránlegustu hluti. Á sama tíma eru þeir með mjög opinn huga. Fiskurinn er vinur þinn sem segir alltaf já strax, jafnvel þó hann þurfi að hætta við á síðustu stundu (með samviskubit auðvitað). Fiskurinn er alltaf til í að prófa allt amk einu sinni og hann getur verið nokkuð hvatvís… sem er stundum mjög skemmtilegt.

2. Fiskar eru alltaf að leita að nýrri upplifun

Fiskar eru alltaf að leita að einhverju nýju og skemmtilegu en ekki láta það stressa þig upp, þeim finnst nefninlega meira gaman að hafa einhvern með sér sem er líka til í að upplifa.

Fiskar eru þannig sáttastir í sambandi með manneskju sem er svolítið kreisí og til í að prófa allt sem er nýtt og spennandi. Ef fiski finnst hann vera fastur í neti, þá mun hann líklegast keyra í hvatvísa gírinn og reyna að koma sér í burtu við fyrsta tækifæri.

3. Fiskar eru fullir af samúð og gefa mikið af sér

Við erum að tala um að gráta yfir Opruh og svona. Sumum finnst samúðarkennd Fiskanna svolítið ‘over the top’ en hvar værum við ef ekki væri fyrir þetta ljúfa fólk sem sýnir svo mikla hluttekningu og gefur af sér. Stundar sjálfboðastörf og sýnir kærleika endalaust án þess að þurfa alltaf eitthvað á móti?

4. Þeir eiga erfitt með að greina raunveruleika frá fantasíu

Fiskar eru algjört draumórafólk. Júpíter og Neptúnus, (síðari plánetan stjórnar tálsýnum og órum) eru ráðandi plánetur þessa merkis. Fiskar fara þannig á milli ólíkra markmiða og stundum virðast þau alveg ómöguleg fyrir öðrum en fyrir fisknum er þetta samt allt saman raunhæft, alveg sama hvað það er. Af því hann sér hlutina bara þannig fyrir sér 😉

fiskur5. Samúðin aftur

Fiskar finna fyrir alveg svakalega mikilli samkennd. Stundum svo mikilli að þeir láta tilfinningar annara algjörlega framar sínum eigin. Þetta getur valdið vanræðum því þá sitja þeir uppi með sínar eigin vanræktu tilfinningar svo stóru málin hrúgast upp í svaka skafrenninga sem þarf seinna að taka á.  En ef þig vantar einhvern til að gráta í og tala við um vandamál og sorgir… hringdu þá strax í vinkonu þína eða vin þinn í fiskamerkinu.

6. Þeir hugsa bara skýrt þegar þeir eru einir

Að læsa þig inni í herbergi þýðir oftast að það er eitthvað vesen í gangi. Það er eitthvað að. Er það ekki? Nei… ekki ef þú ert fiskur. Ef manneskja í fiskamerkinu er mikið að blanda geði við aðra, það er að segja búin að vera heilan dag á ráðstefnu eða í boðum og veislum þá er hún vanalega bara á “sjálfvirkni í samskiptum” stillingu. Fiskur þarf alltaf mikinn tíma til að róa sig niður í einrúmi eftir að hafa umgengist mikið af fólki. Það hjálpar henni að líða aftur eins og hún geti komið einhverju í verk, haft yfirsýn og stjórn.

7. Þeir eru haldnir eðlislægri einhverfu

Þetta þýðir að fiskurinn er alltaf til í að kynnast nýju fólki (svo opinn og forvitinn) en veit ekki alltaf hvenær þetta fólk hættir að vera kunningjar og breytist í vini. Einnig finnst fólki í fiskamerkinu erfitt að vera það sjálft nema það virkilega þekki fólkið sem það er með. Þetta getur virkað eins og fiskurinn sé yfirborðskenndur eða svona feik týpa en það er ekki þannig. Í raun og veru hafa fiskarnir óseðjandi áhuga á öðru fólki, sögum þess og lífi. Svaraðu bara spurningum þeirra og þá verður þetta skemmtilegt.

8. Þeir samþykkja algjörlega ALLA

Þetta getur komið fiskum í smá vandræði. Fiskar reikna alltaf með því besta í fólki, í raun var það örugglega fiskur sem fann upp máltækið “saklaus þar til sektin er sönnuð”.

Ef þú mætir í partý til fisks þá er pottþétt að þar muntu hitta allskonar fólk úr öllum áttum því fiskurinn er til í að kynnast hverjum sem er. Frábærar týpur!

9. Þeir eru frekar hörundssárir

Ekki frekar, heldur svakalega. Orð geta sært fiskana mjög mikið svo það er best að passa hvað maður segir við þessar elskur. Passaðu hvað þú segir, vertu heiðarleg með hvernig þér líður og segðu fisknum það því hann finnur það á sér hvort sem er og allt ósamræmi verður svo leiðinlegt.

10. Þeir þurfa fyrirmyndir

Og þeir leita að þeim í allstaðar. Ef þér líður eins og einhver í fiskamerkinu líti upp til þín þá er það eflaust af því hann eða hún gerir það. Án fyrirmynda er fiskurinn bara alveg lost og veit ekkert hvað hann á að fara að gera næst eða hvaða markmið eru framundan.

Fiskar eru flóknar en dásamlegar manneskjur og það er allt í lagi þó við skiljum þau ekki alltaf! Þau gera það jú ekki einu sinni sjálf 😉

Hér er meira um fólk í fiskamerkinu.