Valentínusardagurinn er árlega haldin þann 14. febrúar -og sitt sýnist hverjum.

Sumir kvarta yfir því að við séum að taka upp ‘amerískar hefðir’ og það er kannski ágætis gagnrýni í sjálfu sér en af hverju ekki að velja bara og hafna meðvitað.

Við erum jú hvort sem er að taka upp hinar og þessar hefðir, danskar, amerískar, franskar og þýskar… allar hefðir eiga upptök sín einhversstaðar.

Íranir vilja nú banna vestræna matreiðsluþætti í sjónvarpi. Þeir banna Nigellu og Jamie Oliver af því þeir vilja sporna við áhrifum frá Ameríku en hvers vegna að reyna að mótmæla því sem er bæði gott og skemmtilegt?

Mér finnst allt í lagi að gera dagamun og ég tala nú ekki um ef tilbreytingin er fólgin í að fagna ástinni á milli elskenda.

Hvað er sætara?

Valentínusardagur er kallaður eftir dýrlingum úr rómansk-kaþólskri trú en það var á miðöldum sem byrjað var að fagna honum sérstaklega í samhengi við ást á milli manns og konu.

Á Valentínusardegi tíðkast það að karlar og konur skiptast á gjöfum, ástarbréfum, blómum eða sælgæti. Þá gerir það sér gjarna dagamun, fer út að borða eða gerir eitthvað annað skemmtilegt.

Hér eru nokkrar skemmtilegar og rómantískar hugmyndir… eitthvað sem gaman væri að fá eða upplifa á þessum sæta degi (má fresta yfir á næstu helgi ef þú ert of sein núna).

NÓTT Á HÓTEL RANGÁ Í SKEMMTILEGRI ÞEMA SVÍTU: Anna Margrét brá sér á Hótel Rangá með kærastanum fyrir skemmstu þar sem þau höfðu það notalegt undir norðurljósunum. Þetta ættu öll pör að gera, að minnsta kosti árlega, bara tvö, til að fagna ástinni og lífinu saman. Smelltu hér til að lesa meira.

DEKURDAGUR Í BLÁA LÓNINU: Fara í betri stofuna, vera saman í flottum klefa. Slaka á yfir hvítvíni við arininn. Út í lónið, fara saman í nudd, fá sér engiferskot og maska. Taka sér góðan tíma í gufunni. Láta stressið leeeeka í burtu. Fara svo í sturtu, klæða sig í casual spariföt og skella sér á LAVA í sushi eða lambasteik eða annað góðgæti. Fullkomið.

KVÖLDVERÐUR Á GHANDI: Ghandi er nýi indverski staðurinn sem allir eru að tala um. Þetta er rómantískur staður af því hann er lítill, dimmur, kósí og notalegur og maturinn er fallegur og góður. Frábær staður fyrir ástfangið par.

DEKURDAGUR Á SNYRTISTOFU: Blue Lagoon Spa í Glæsibæ: Farið saman í fljótandi djúpslökun og síðan í nudd eða unaðslega þörunga skrúbb meðferð þar sem eru tveir bekkir og þið getið legið saman og notið þess að láta dekra við ykkur.

Laugar SPA: Takið daginn saman í baðstofunni og farið í nudd og andlitsmeðferðir áður en haldið er heim í kvöldverð fyrir tvo eða út á veitingastað.

Hér eru svo nokkrar hugmyndir að fallegum gjöfum sem hægt er að gefa á víxl, eða bara sjálfri sér. Það má fara fyrir utan blóm og konfekt rammann 😉