Mánuður: október 2015

Good hairday: Kraftaverkahár og þurrsjampó frá Eleven Australia

Eins og Eva skrifaði hér um daginn hef ég löngu gert mér ljóst að ef lúkkið á að vera í lagi, þá þarf að vanda valið á hárvörum. Það dugar ekki að kaupa bara eitthvað ódýrt dót í Bónus, þú verður að velja það sem er vandað og hentar hárinu þínu vel því hárið er …

Good hairday: Kraftaverkahár og þurrsjampó frá Eleven Australia Lesa færslu »

TÍSKA: Þú þarft bara að eiga þessar 37 flíkur – Ekkert fleira! MYNDIR

Systurnar Danielle og Laura Kosann, eigendur The New Potato, tóku saman lista yfir flíkur sem þær telja þær allra mikilvægustu fyrir borgarskvísur að eiga í fataskápnum. Listinn samanstendur af 37 klassískum flíkum sem flestar ganga saman. Lykilatriðið hér er að við eigum ekki að þurfa að eiga nema 37 flíkur. Skápurinn okkar á helst að …

TÍSKA: Þú þarft bara að eiga þessar 37 flíkur – Ekkert fleira! MYNDIR Lesa færslu »

Back to the Future! Bíómaraþon á morgun – Allar sýndar í röð

Miðvikudagurinn 21. október 2015 er sjálfur dagurinn sem Marty McFly (Michael J. Fox) flaug á silfurlituðum Delorean til framtíðar í kvikmyndinni Back To The Future II sem kom út árið 1989. Í tilefni þess að í ár eru 30 ár frá því að fyrsta myndin var frumsýnd mun Bíó Paradís sýna allar þrjár Back To …

Back to the Future! Bíómaraþon á morgun – Allar sýndar í röð Lesa færslu »

Gréta Morthens (22) í bjútíviðtali: „Er ómáluð flesta daga”

Gréta Morthens er þrátt fyrir ungan aldur búin að læra ýmislegt og óhætt er að segja að hún hafi ferðast lengra en flestir, einnig á andlegar slóðir. Gréta er nýlega komin úr þriggja mánaða ævintýraferð til Asíu en hún hélt til Indlands til að læra að verða jógakennari: „Þetta var ævintýraferð, þroskandi krefjandi og fyrst …

Gréta Morthens (22) í bjútíviðtali: „Er ómáluð flesta daga” Lesa færslu »

EOS varasalvinn – Eru ekki allir örugglega með?

Þegar kemur að snyrtivörum er ég alveg ofboðslega vanaföst. Ég breyti helst ekki til nema í algjörri neyð og þegar ég varð uppiskroppa með varagaldurinn minn þá var ekkert annað í stöðunni en að prófa eitthvað nýtt. Þar sem framboðið af lífrænum snyrtivörum er ekki upp á marga fiska hér í Kólumbíu var ég fljót …

EOS varasalvinn – Eru ekki allir örugglega með? Lesa færslu »

Hár: Body & Strength hárumhirða frá L’Occitane – Styrkir, þykkir og vinnur gegn hárlosi

Ég lít mikið upp til franskra kvenna þegar kemur að lífsviðhorfi og lífsstíl. “Less is MORE” á algjörlega við franskar konur okkar samtíma þar sem þær leggja mikið upp úr fyrirhafnarlausu útliti. Þær lita t.d. helst ekki á sér hárið, reyna að komast hjá því að nota hárblásara og nota alls alls ekki hárskraut. Verandi aðdáandi franskra kvenna …

Hár: Body & Strength hárumhirða frá L’Occitane – Styrkir, þykkir og vinnur gegn hárlosi Lesa færslu »

Tíska: Lærastígvél eru heitasta tískutrendið í dag

Fatatískan fer í hringi rétt eins og svo margt annað í lífinu. Það sama má segja um skótískuna sem er ansi spennandi um þessar mundir. Heitasta tískutrendið núna eru há stígvél alveg upp á læri. Slík stígvél koma mjög sterkt inn sem og hnéhá stígvél. Leggings stígvél eða stígvél upp á læri eru mjög kynþokkafull …

Tíska: Lærastígvél eru heitasta tískutrendið í dag Lesa færslu »

Sigurgeir (20): Heillar heiminn með Pan flautuleik – Viral á Youtube

Sigurgeir Jónasson, starfsmaður hjá Epli, er venjulegur ungur íslendingur. Venjulegur fyrir utan það að hann leikur vinsæl lög á Panflautu sjálfum sér og öðrum til yndisauka. Þetta væri ekki í frásögu færandi nema hvað að Sigurgeir náði nýlega einni milljón áheyrenda á Youtube þar sem hann spilar ABBA lagið Chiquitita á panflautu. Sigurgeir er að vonum …

Sigurgeir (20): Heillar heiminn með Pan flautuleik – Viral á Youtube Lesa færslu »

TÍSKA: Grunge áhrif í Bleika boðinu – Bleikur dagur í dag

Þann 1. október síðastliðinn hélt BESTSELLER stóra og flotta tískusýningu í Listasafni Reykjavíkur í samstarfi við L’Oréal og Bleiku Slaufuna. Rúmlega 1500 manns fylltu sali Listasafnsins og óhætt að segja að Bleika Boðið hafi náð góðu “starti” á bleika mánuðinn en markmið kvöldsins var að kynna Bleiku Slaufuna 2015 og hvetja fólk til þess að …

TÍSKA: Grunge áhrif í Bleika boðinu – Bleikur dagur í dag Lesa færslu »

HEILSA: Skyldi vera til töfralausn til að léttast ?

Skyldi vera til töfralausn til að léttast? Ef það væri einhver töfralausn til þá væru allir í kjörþyngd ekki satt? Það vilja allir trúa á einhverja auðvelda  leið til að léttast og þess vegna eru margir til í að prófa eitthvað nýtt sem virðist lofa árangri. Það er freistandi að kaupa lausnina í dósinni og …

HEILSA: Skyldi vera til töfralausn til að léttast ? Lesa færslu »

MAKEUP: Tískan í gerviaugnhárum – Skoðaðu úrvalið

Gerviaugnhár hafa sjaldan verið jafn mikið í tísku og akkúrat núna. Flott augnhár gera svo mikið fyrir augnförðunina. Ég tók saman nokkur sem fást á íslenskum netverslunum. Úrvalið er gífurlegt og um nóg er að velja. Það er líka bæði þægilegt og auðvelt að panta þetta á netinu og fá sent heim! SOCIAL EYES LASHEShaustfjord.is MODEL …

MAKEUP: Tískan í gerviaugnhárum – Skoðaðu úrvalið Lesa færslu »

ÓDÝRT: Hannaðu þín eigin plaggöt, boðskort og jólakort!

Jæja í dag ætla ég að deila með ykkur öðru leyndarmáli. Canva. Það á eftir að breyta lífi ykkar. Ok djók, en það er samt snilld! Canva er forrit á netinu sem að gerir manni mjög auðvelt að hanna sín eigin plaggöt, boðskort, nafnspjöld, matseðla osfrv. Það er ótrúlegt hvað það er auðvelt og aðgengilegt í þessu forriti. Hér …

ÓDÝRT: Hannaðu þín eigin plaggöt, boðskort og jólakort! Lesa færslu »

Fimmtudagsmyndin á Netflix: Scream

Þegar ég bjó í Bandaríkjunum fyrir 10 árum síðan tók ég upp þann skemmtilega sið að horfa alltaf á hryllingsmyndir og spennutrylla í október í undirbúningi fyrir hrekkjavökuna. Þess vegna verða bara hryllingsmyndir til umfjöllunnar í fimmtudagsmyndinni í október. Backstreet Boys, magabolir, Spice Girls, smekkbuxur, Friends, X-files, Clueless og Scream er sirka það sem summar …

Fimmtudagsmyndin á Netflix: Scream Lesa færslu »