12063191_413745535493105_1197888399_nMér þykir þessi kanilkaka einstaklega góð og er hún mjög einföld, tilvalið að baka eina slíka köku með sunnudagskaffinu.

Það gerist ekki meira kósý á svona degi en að fá sér heita kanilköku og gott kaffi á góðum sunnudegi !

Innihald :

150gr smjör
2dl sykur
2 egg
2 msk kanill
1/2 tsk salt
2 tsk vanilludropar
3 dl hveiti
1,5 dl mjólk

Aðferð:

1. Stillið ofninn á 180 gráður.
2. Bræðið smjörið í pott og látið kólna aðeins.
3. Hrærið eggin og sykurinn saman.
4. Sigtið öll þurrefnin saman í skál og blandið saman.
5. Blandið næst öllum hráefnum í vökvaformi saman við líka smjörinu.
6. Smyrjið form og hellið deiginu í og bakið í m 25-30 mínútur

Vanilluglassúr:

2 egg
100 gr flórsykur
50 gr smjör
60 gr hvítt súkkulaði

Aðferð:

1. Hrærið saman egg og flórsykur.
2. Bræðið smjörið og hvíta súkkulaðið saman, passið má ekki sjóða.
3. Blandið súkkulaðiblöndunni saman við eggin og flórsykurinn og hrærið saman.
4. Leyfið kökunni aðeins að kólna í ca 15 mínútur og hellið svo vanilluglassúr yfir.

Mjög gott að setja kókosflögur ofaná eða pekanhnetur – Verði ykkur að góðu!