12023007_10153633350430798_1789306807_n

Það er eitthvað alveg sérstaklega dásamlegt við allt sem er nýbakað, en aðallega nýbakað brauð!

12000078_10153633350480798_2062726843_nMig langaði að deila þessari ofur einföldu og hollu uppskrift með lesendum Pjattsins.

Það tekur enga stund að baka þessar bollur og í þeim eru fá innihaldsefni. Samt eru þær alveg einstaklega ljúffengar.

Það er gaman að baka þær á morgnanna um helgar og svo má frysta þær strax eftir bakstur. Þá eru þær eins og nýjar þegar þú tekur þær úr frysti, en auðvitað ekki heitar eins og þegar þær eru alveg nýbakaðar. Það er bara draumur.

Innihald

6 dl gróft spelt
1 & 1/2 dl kókosmjöl
4 & 1/2 tsk vínsteinslyftiduft
1 & 1/2 tsk salt
3-3&1/2 dl ab mjólk

Aðferð

Hræra öllum þurrefnum saman, bæta ab mjólk útí og miða magn við áferð. Litlar kúlur hnoðaðar og sett á smörpappír, bakað í 20-25 mín við 200°C.

Hægt er að baka bæði brauð bollur úr henni eða bara venjulegt brauð.

Ég bæti svo stundum útí allskonar fræjum eða kryddi, fer eftir stuði 😉 Verði þér og þínum að góðu!

12033685_10153633350400798_1579878750_n