11373843_1677224129175059_231294295_n

Hérna kemur uppskrift að góðu heilsubrauði, það tekur stutta stund að útbúa þetta brauð og er það alltaf jafn vinsælt á mínu heimili.

Brauðið inniheldur hin ýmsu fræ og er því óskaplega gott fyrir orkuna og meltinguna.

Innihald:

4 dl spelt (fínt eða gróft )
1 msk vínsteinslyftiduft
2 dl fimmkornablanda
1 dl haframjöl
1 dl graskersfræ
1/2 tsk salt
3 msk hunang
2,5 dl volgt vatn
1 msk sítrónusafi

Aðferð:

1. Blandið hráefnum saman í skál
2. Setjið vökvann að lokum og blandið gróflega saman
3. Smyrjið 2 meðalstór brauðform með smjöri eða olíu
4. Skiptið deiginu í tvo helminga og setjið í sitthvort formið
5. Bakið í ofni á 180 gráðum í 30 mínútur
6. Mjög gott er að geyma brauðið á milli í bökunarpappír.

Smakkast einstaklega vel með smjöri og osti og/eða góðri sultu, niðurskornu grænmeti eða öðru ljúffengu áleggi.

Verði ykkur að góðu!