Ég rakst á verulega girnilega limeostaköku á Facebook-síðu Gott í matinn sem ég verð að deila með ykkur.

Kakan vakti athygli mína vegna þess að a) hún inniheldur mango chutney og b) ostakökur klikka aldrei!

ostakaka_minni-3Þessi girnilega limeostakaka inniheldur 200 g af hafrakexi, 80 g af smjöri og 3 msk af sweet mangó chutney.

Þá inniheldur fyllingin 5 stk egg, 150 g af sykri, 1 stk lime safa og börk, 400 g af rjómaosti og 200 g af grískri jógúrt.

Aðferð

Kaka
Myljið kexið niður og setjið saman við bráðið smjörið og sweet mangó chutney.
Setjið smjörpappír í botn á forminu og þrýstið kexblöndunni í formið, 22-24 cm stóru.

Fylling
Þeytið saman egg og sykur. Bætið rjómaostinum saman við eggjablönduna og hrærið vel saman. Blandið saman grískri jógúrt, limesafa, limeberki og bætið saman við rjómaostablönduna. Hellið í formið og bakið við 175°C í u.þ.b. 45 mínútur.

Hér getið þið séð uppskriftina inn á heimasíðu Gott í matinn en uppskriftin kemur upphaflega frá Árna Þór Arnórssyni.