Hún lætur lítið yfir sér þessi
Hún lætur lítið yfir sér þessi… en vittu til!

Hún er í dulargervi þessi. Margir myndu jafnvel halda að þetta væri bara hversdagsleg skúffukaka… Já, hún lætur lítið yfir sér en er svo bara alveg stórkostlega góð!

Svo góð að fólk fær sér aðeins of mikið. Það má alveg, stundum. Næst ætlum við að prófa að nota kók, svo appelsín… svo MIX! Það má prófa sig áfram… alltaf gaman. En hér kemur þessi. Flott fyrir næsta laugardagsmorgun!
Uppskrift: 
250 g hveiti
1 tsk lyftiduft
350 g sykur
250 g smjör
75 g sykurpúðar
30 g kakó
160 ml Pepsi
2 stk egg
100 ml súrmjólk
2 tsk vanilludroparIMG_6911Aðferð:

  1. Hveiti, lyftiduft og sykur blandað saman  í skál og sett til hliðar.
  2. Smjör og sykurpúðar brætt saman við vægan hita. Þá er kakói bætt út í sykurpúðabræðinginn og þar á eftir pepsíið.
  3. Egg, súrmjólk og vanilludropar hrærðir vel saman í hrærivél.
  4. Þá er þurrefnunum bætt saman við eggjablönduna ásamt smjörblöndunni.
  5. Bakað við 175°C i 35 mín.Kakan kæld smá áður en kremið er sett yfir.

Pepsikrem:

85 g smjör
2 msk kakó
40 ml Pepsi
300 g flórsykur
1 tsk vanilludropar

Aðferð:
Smjör brætt í potti, kakó og Pepsi bætt út í og hrært vel saman. Að lokum er flórsykur ásamt vanilludropum sett saman við. Sett yfir kökuna og skreytt að vild með t.d. kókosmjöli, karmellukúlum,

IMG_6892

Uppskriftin og myndirnar koma af vefnum mömmur.is – þar er fullt af góðu efni!