Léttur og girnilegur réttur, fullur af próteinum og vítamínum… auðveldur í matreiðslu og yndislegur með góðu hvítvíni og brauði.

2 msk ólífuolía
5- 600 gr rækjur
3 hvítlauksrif, söxuð
örlítið af rauðum pipar
3/4 bolli hvítvín
1 1/2 bolli plómutómatar (litlir)
1/4 bolli saxað basil
salt og pipar
3 bollar af pasta

1

Hitaðu olíuna þar til rétt byrjar að rjúka. Bættu þá rækjum í og eldaðu í innan við eina mínútu á hvorri hlið. Taktu upp með töng eða þannig að olían verði eftir á pönnunni.

2

Láttu olíuna kólna örlítið og bættu þá hvítlauk og rauðum pipar útá, hrærðu í sirka hálfa mínútu og bættu þá í víni. Lækkaðu hitann og láttu krauma þar til um það bil helmingurinn af vökvanum hefur þykknað upp í hitanum. Bættu þá í tómötum og mestu af basil laufunum og eldaðu þar til tómatarnir byrja að mýkjast. Bættu við salti og pipar.

3

Settu rækjurnar aftur út á til að hita aðeins í þeim og berðu svo fram með góðu pasta.