Þessar vöfflur eru sjúklega góðar. Algjörlega í uppáhaldi á mínu heimili og oft geri ég auka skammt, einungis til að eiga í ristina daginn eftir.

Þær eru svo hollar og góðar…

Uppskrift

  • 8dl spelt (gott að nota fínt og gróft til helminga)
  • 2tsk vínsteinslyftiduft
  • salt af hnífsoddi
  • 1tsk malaðar kardimommur
  • 1tsk vanilluduft
  • 2-3stk egg
  • 7dl ab-mjólk eða önnur mjólk (soja, möndlu, rís eða kúamjólk)
  • 1/2dl ólífuolía


AÐFERÐ

Hrærið saman þurrefnunum og bætið kardimommum og eggjum útí. Bætið mjólk og olíu útí, nógu miklu til að gera deigið að þykkum graut. Sumum finnst best að láta deigið standa í um 1/2klst. í ísskáp áður en bakað er úr því.

Berið vöfflurnar fram með t.d. sykurlausri sultu, kanil-sykri, agave sírópi, ferskum berjum og svo er lífsins nauðsyn að hafa rjóma með. Úr deiginu fást ca. 8-10 vöfflur.

Ég prófaði um daginn að strá kanilsykri yfir rjóman… það var alveg stjarnfræðilega gott! Svo má auðvitað setja kanil í deigið fyrir þær sem eru ólmar í kanil.

Njótið í botn!!