Hún er kannski litil og nett en það er enginn að fara að segja Jessicu Parker (f. 25. mars) hvernig eigi að gera hlutina. Ákveðin, vinnusöm, orðheppin og lífsglöð - Þessi týpíski hrútur.
Hún er kannski lítil og nett en það er enginn að fara að segja Jessicu Parker (f. 25. mars) hvernig eigi að gera hlutina. Ákveðin, vinnusöm, orðheppin og lífsglöð – Þessi týpíski hrútur.

Hrúturinn (21. mars – 19. apríl) er ótrúlega skemmtilegur og líflegur (þ.e.a.s. ef þú ert í náðinni). Hann er einstaklega orðheppinn og ævintýragjarn, frumkvöðull í eðli sínu og leiðtogi af náttúrunnar hendi.

Ekki vera fyrir mér!

Það má líkja hrútnum við óstöðvandi afl. Hann geysist áfram og lætur ekkert stöðva sig. Ef hrúturinn virkilega ætlar sér einhvað/eitthvert þá æðir hann þangað. Hvort sem um er að ræða markmið eða einfandlega að komast á milli staða. Hrúturinn er óþolinmóður og nennir ekki neinu hangsi.

Það lýsir sér einnig í því hve hratt hann getur hugsað og talað og oft á tíðum talað mikið þannig að orðin hreinlega bunast út úr honum svo erfitt er fyrir aðra að komast að.

Victoria Beckham þykir ákveðin og dugleg.
Victoria Beckham (f. 17. apríl) þykir ákveðin og dugleg.

Hann er ekki langhlaupari. Verkefnin verða að klárast hratt því annars missir hann áhugann og ef þau mistakast skiptir það svo sem ekki miklu máli því hæfni hans til að takast á við vonbrigði er aðdáunarverð.

Þar sem hann æðir gjarnan áfram gleymir hann stundum/oft að huga að tilfinningum annarra sem eru ekki á sömu bylgjulengd og hann.

Sóar ekki tíma á sólarströndinni.

Að nota sumarfríið í að liggja á sólaströnd er algjör vitleysa að mati hrútsins. Þvílík tímasóun! Eitthvað bitastætt eins og að keyra hraðskreiða og dýra bíla eða iðja sem er bæði áhættusöm og líkamlega krefjandi er mun áhugaverðara.

Tímasóun er algjört eitur í huga hrútsins enda verður hann yfirleitt þunglyndur ef hann fær viku flensu eða verður allavega extra skapstyggur (forðaðu þér). Hrútnum finnst ekki gott að vera fastur heima.

Að lokum.

Ég rakst á skemmtilega útlits- og persónuleikalýsingu á konum í hrútsmerkinu. 

 • Grönn og sterk.
 • Hefur þykkt og líflegt hár.
 • Er mjög orkumikil og athafnasöm.
 • Hefur stundum örlítið karlmannlegt útlit.
 • Hefur aðlaðandi og sterka andlitsdrætti.
 • Bogið nef og bogadregnar augabrúnir.

______________________________________

 • Áköf og bjartsýn.
 • Hefur engan tíma fyrir veiklynt fólk.
 • Önnum kafin og nær árangri utan heimilis.
 • Opin og óþolandi hreinskilin.
 • Finnur lausn á öllum vanda.
 • Mjög þrætugjörn.
 • Ómissandi bandamaður og banvænn óvinur.

Lestu einnig HRÚTURINN: Fljótfær keppnismanneskja sem horfir fram á veginn og Hrúturinn – Læknirinn sem ekkert bítur á.