Ég hitti mann um daginn. Þessi maður er 85 ára og er nýlega búinn að missa konuna sína.
Ég held að þessi maður hafi hækkað standardinn minn á karlmönnum um 300%. Þetta var einn rómantískasti maður sem ég hef hitt. Ég talaði við hann í 2 klukkutíma, allann þennann tíma gat hann talað um konuna sína. Hversu falleg, yndisleg, dugleg, frábær móðir, hvetjandi og æðisleg hún var. Hann sagðist hugsa um hana hverja sekúndu á hverjum degi.
Hann fer á leiðið til hennar á hverjum degi og talar við hana, hann hefur alltaf fersk blóm á leiðinu og passar að allt sé fallegt í kringum hana. “það verður allt að vera fallegt í kringum hana því hún var fallegasta kona sem ég hef augum litið” sagði hann við mig. Ég persónulega á erfitt með að láta karlmann gefa mér blóm, og ég er lifandi!
Þessi maður og kona hans voru gift í 56 ár áður en konan dó. Hann sagðist elska hana meira með hverjum deginum. Ég varð klökk af því að tala við þennann mann og hef nú ákveðið að svona skal minn maður verða. Svona karlmenn finnast ekki bara í bíómyndum. Þeir eru til og ég vona að ég finni minn einhverntíman…

5d1a20aae8d44eb12be33e62d83e4d2eÉg hitti mann um daginn. Þessi maður er 85 ára og nýlega búinn að missa konuna sína.

Þetta er einn rómantískasti maður sem ég hef hitt og hann hefur hækkað mínar kröfur töluvert þegar kemur að samböndum.

Ég talaði við hann í tvo klukkutíma og allan þennan tíma gat hann talað um konuna sína: Hversu falleg, yndisleg, dugleg, frábær móðir, hvetjandi og æðisleg hún var. Hann sagðist hugsa um hana hverja sekúndu á hverjum degi.

Hann fer að leiðinu hennar á hverjum degi og talar við hana, hann hefur alltaf fersk blóm á leiðinu og passar að allt sé fallegt í kringum hana:

“Það verður allt að vera fallegt í kringum hana því hún var fallegasta kona sem ég hef augum litið” sagði hann við mig.

Ég persónulega á erfitt með að fá karlmann til að gefa mér blóm og þó er ég sprelllifandi!

Þessi maður og kona hans voru gift í 56 ár. Hann sagðist elska hana meira með hverjum deginum. Ég varð klökk af því að tala við þennann mann og hef nú hafið leit mína að manni sem þessum.

Svona karlmenn finnast ekki bara í bíómyndum. Þeir eru til og ég vona að ég finni minn einhvern tímann…