Það er tilvalið að grilla fisk og sjávarfang ýmis konar en þá þarf fiskurinn að vera nokkuð þéttur í sér eigi að setja hann og elda beint af grillinu. Annars er betra að nota sérstaka álbakka eða grindur.  Með því að þræða fiskinn upp á rósmaríngreinar kemur einstakur keimur af kryddjurtinni í fiskinn.

 • 250 g humar
 • 250 g hörpuskel, má líka nota annan þéttan fisk
 • 1 sítróna, safinn
 • 3-4 hvítlauksrif, marin
 • 2 msk ólífuolía
 • 1 handfylli fersk steinselja, söxuð (má sleppa)
 • rósmaríngreinar
 • salt og grófmalaður pipar

Blandið saman sítrónusafa, ólífuolíu, hvítlauk og steinselju og saltið og piprið aðeins. Þræðið fiskinn upp á rósmaríngreinarnar og penslið með blöndunni. Grillið í 1-2 mín á hvorri hlið.

Borið fram með fersku salati, sósu og grilluðum sítrónubátum.

Hér er tillaga að mjög einfaldri og ljúfri hvítlauksósu sem hæfir með ýmsum grillmat.

Hvítlaukssósa:

 • 2 dl grísk jógúrt
 • 1-2  hvítlauksrif, marið
 • 1 msk sítrónubörkur, rifinn
 • skreytt með graslauk