laks

 

Lax er og verður alltaf herramanns matur. Hann er fullur af góðum næringarefnum og vítamínum og hver sem er duglegur að borða lax mun hafa gott af.

 

Lax er ofurfæða
Lax er ofurfæða

Þessi réttur er mjög fljótlegur og fyrir fólk sem vill draga úr kjötneyslu er laxinn frábær valkostur á grillið.

Hér erum við með laxarétt sem inniheldur jafnframt mangósultu eða mangochutney, en það er mikið notað með indverskum mat.

Laxinn:

1 stórt laxaflak
1 krukka af góðu Mango Chutney

Laxinn settur á álpappír, Mango chutney sósu smurt ofan á flakið og látið helst bíða í 2-3 klst.

Grillað í u.þ.b. 10 mín á háum hita eða bakað í ofninum á 210 gráðum.
Létt sósa:
5% sýrður rjómi hræður saman með saxaðri steinselju og vorlauk.  Kryddað með grófum pipar.

Með þessu er gott að bera fram sætar kartöflur í ofni eða brún hýðishrísgrón, fer eftir smekk. Og gott salat beint úr garðinum er alltaf ómótstæðilegt með ásamt ísköldu vatni með sítrónu.