Sumarið er tíminn!

Tíminn til að gleðjast og koma saman við sem flest tilefni. Tilefnin verða ekki að vera stór, til dæmis er bara tilefni í sjálfu sér að bjóða upp á kokteil. Hóa saman nokkrum skemmtilegum vinkonum og bjóða upp á dásamlega sumarlega, ferska og freyðandi Mimósu.

Mímósa er tilvalin sumarkokteill sem hægt er að bera fram bæði með brunch eða við önnur tilefni en í einn drykk þarftu…

  • 6 matskeiðar af ferskum appelsínusafa
  • 2 matskeiðar af ferskum sítrónusafa
  • 2 matskeiðar af appelsínulíkjör, t.d. Grand Mariner
  • Kælt Prosecco freyðivín
  • Fersk myntulauf

Aðferð

Blandaðu saman í kampavínsglasi; appelsínusafa, sítrónusafa og líkjör. Fylltu með Prosecco. Skreyttu með mintulaufi  og berðu fram.

Skál!