healthymiraclecookies-20

Þessar eru svo sannarlega eitthvað sem allar stelpur í ræktinni ættu að eiga fulla dalla af í öllum skápum.

Einnig er þetta ljómandi gott fyrir krakkana að taka með sér í nesti, og já… bara fyrir alla sem þurfa smávegis orku yfir daginn. Þær eru alveg með hollara lagi, innihalda engar dýraafurðir og eru því 100% vegan. Þær innihalda heldur engan viðbættan sykur fyrir utan það sem er mögulega sett í hnetusmjörið frá framleiðanda.

INNIHALD

  • Um hálfur bolli stappaður banani.
  • 1/3 bolli mjúkt hnetusmjör (helst Jif, Skippy eða annað af gamla skólanum. Ekki náttúrulegt af því það bindur ekki eins vel).
  • 1/3 bolli fljótandi sætuefni agave sýróp eða gott hunang.
  • 2 tsk vanillu extrakt
  • Einn og hálfur bolli Quick Oats hafrar (Fást t.d. í Kosti)
  • Einn bolli stökkt hrís morgunkorn (Rice Krispies eða þ.h en má líka vera lífrænt og glúteinlaust).
  • 2 tsk kanill
  • 1/2 tsk matarsódi
  • 1/2 bolli saxað dökkt súkkulaði eða súkkulaðidropar
  • 1/2 bolli rúsínur eða annar uppáhalds þurrkaður ávöxtur

Screen Shot 2015-05-15 at 14.29.03

AÐFERÐ

Blandaðu saman banana, hnetusmjöri, sætuefni og vanillu og hrærðu vel.

Næst koma hafrar, morgunkornið, kanill og matarsódi. Hrært þar til það er vel blandað. Deigið ætti að vera svipað venjulegu smákökudeigi; klístrað en ekki lint, og það má ekki molna í sundur eða vera of þurrt. Ef það er of blautt skaltu bæta við smá höfrum. Ef of þurrt þá aðeins meira hnetusmjör eða sýróp/hunang.

Bættu súkkulaðinu og rúsínunum út í og blandaðu.

Mótaðu svo kúlur úr deiginu (verða sirka 15 stykki) og leggðu á stóran disk. Nú er að fletja þær út til hálfs og leggja svo plastfilmu þétt yfir.

Geymdu í ísskáp í að minnsta kosti 2 tíma og alveg upp í fimm daga fyrir bakstur. Settu svo beint inn í ofn úr ísskáp. Deigið má ekki velgjast ef þetta á að takast vel.

Hitaðu ofninn í 180 gráður, leggðu bökunarpappír á ofnplötu og úðaðu létt yfir hana með steikingarolíu. Leggðu svo um 8 stk á plötu og hafðu gott bil á milli. Bakaðu í um 15 mínútur eða þar til ljósgylltur litur byrjar að myndast efst. Kökurnar harðna eftir því sem þær kólna niður. Það getur verið erfitt að átta sig á því hvort þær eru klárar en það er betra að baka þær of lítið en of mikið. Þá verða þær mýkri.

Kökurnar geymast í um viku við stofuhita og í 3 mánuði í frysti og stykkið er um 140 hitaeiningar.

Njótið!

[heimild: Avery cooks]