Þarftu að koma karlmanni (eða kvenmanni) til í kvöld? Eða ertu ógurlega skotin í einum og veist ekki hvernig er best að nálgast hann? Stjörnuspekin er til margra hluta nytsamleg og meðal annars getur hún reynst okkur vel í ástarlífinu.

Hér er smá úttekt á því hvernig merkin standa sig í bólinu og hvernig er best að fá hrút, krabba, ljón, tvíbura os.frv til lags við sig.

johnny-depp-image1

 

HRÚTURINN

Hrútar hafa mikið aðdráttarafl, eru kröftugir og heillandi og þar sem þeim finnst æðislegt að fá að stjórna öllu þá eru þeir mjög góðir að kyssa. Hrútar geta verið rosalega ástleitnir og kynferðislegir í ótrúlega stuttan tíma í senn, einskonar blossa-ástmenn. Þeir eru óþolinmóðir og stundum getur sjálfselska þeirra í bólinu komið þeim í vandræði, en ef þú nærð þeim á þessu mómenti þar sem ástin blossar upp í þeim þá verður mjög erfitt að finna einhvern sem toppar þetta síðar meir.

Til að táldraga hrút…

… skaltu ekki vera feimin. Sýndu honum að þú sért hugsandi manneskja, vertu spontant líka… hrútum finnst ekkert meira sexý en smá óvissa. Og ekki spara hrósið við hann.

Meira hér um hrútinn.

george_clooney

 

NAUT

Nautið er algjörlega karlmannlegasta merkið. Hann elskar að vera heima, elskar að kela, finnst gott að taka sér tíma í það alveg eins og honum finnst gott að taka sér tíma í að borða góðan mat. Þeir hafa endalausa þörf fyrir nánd og snertingu; ekkert vera að flýta þér. Þeir hafa líka oft mjög djúpa og fallega rödd.

Til að tæla naut… 

… skaltu gefa honum gjafir og passa upp á að skilningarvit hans fái alltaf eitthvað fyrir sinn snúð. Notaðu gott ilmvatn og berðu eitthvað gott krem á húðina svo þú sért mjúk að koma við. Notaðu líka myntu svo að andardrátturinn sé ferskur og tilbúin í langa kossa.

Meira hér um nautsmerkið.

eisenstaedt-alfred-marilyn-monroe-reading-at-home

TVÍBURI

Ef þú fílar gáfað og fyndið fólk þá eru tvíburarnir flottur valkostur fyrir þig. Þeir eru heimsmeistarar í daðri (Marilyn Monroe) og geta heillað þig upp úr skónum á núll einni.

Það má segja að öflugasta vopn tvíburans í ástarleiknum sé heilinn, þér á aldrei eftir að leiðast af því hann er svo endalaust skapandi. Hann fær heldur ekki leið á þér, svo lengi sem þú býður honum upp á breytingar og skemmtilegheit. Ef ekki þá getur hann orðið afundinn og leiðinlegur við þig.

Til að tæla tvíbura…

…skaltu slá honum gullhamra og einbeita þér að ná upp skemmtilegu spjalli. Fáðu ráð hjá honum og ekki gleyma að nota þinn eigin koll. Hann heillast af hugsandi fólki.

Meira hér um tvíburamerkið

Tom Cruise 1

KRABBI

Elsku krabbarnir eru svo tilfinnigaríkir og næmir. Þeir elska mjúka snertingu og djúp tengsl. Vilja maka sem er gefandi og til í að gefa af sér líka, til dæmis með því að vinna við góðgjörðarstörf eða álíka. Krabbar eru ástríkir og gefandi elskendur, en ef þú svíkur krabba þá eiga þeir til að hefna sín illilega, svo reyndu að sleppa því.

Til að tæla krabba…

…skaltu skapa rómantískt og kósý umhverfi. Kerti, rólegur jazz, huggulegheit. Þeim finnst líka gott að láta passa svolítið upp á sig svo það er alveg að gera sig að elda góðan mat og bjóða svo upp á gott nudd og spjall, jafnvel tarot spá.

Meira hér um krabbamerkið

EE British Academy Film Awards 2013 -  Press Room

LJÓNIÐ

Mörgum finnst ljón vera bestu elskendurnir af því þau eru alltaf “on fire” – ástríðufull og dramatísk. Þau eru líka sjálfsörugg og kraftmikil. Ljónið tekur stjórnina í bólinu og prófar sig áfram óheft og hindrað. Bill Clinton var t.d. alveg til í að prófa sig áfram með Monicu á sínum tíma.

Þeim finnst æðislegt að gefa af sér og eru alltaf til í að gefa ástinni sinni blóm, gjafir og athygli, þeim finnst heldur ekkert leiðinlegt að fá athygli.

Til að tæla ljón…

… skaltu algjörlega fókusera á það, spurðu það fullt út í það sjálft, taktu myndir, sýndu því ATHYGLI, það bara elskar athygli!

Meira hér um ljónsmerkið.

Gere

MEYJA

Ef þú ert til í að verða miðpunkturinn í lífi annarar manneskju þá skaltu byrja með meyju því ekkert annað stjörnumerki er til í að fókusera bara á þig í jafn ríkum mæli. Þær virðast yfirvegaðar og rólegar á yfirborðinu en undir niðri leynist munúðarfullur ástmaður/kona.

Meyjur eru almennt ekki taldar bestu loverarnir af því þær eru með svo mikla fullkomnunar  áráttu… en ef þú vilt endalausa tryggð þá skaltu veðja á meyjuna. Þær fá eina manneskju á heilann og elska til æviloka.

Til að tæla meyju…

…skaltu passa upp á að vera alltaf mjög snyrtileg/ur til fara. Þær eru mjög, mjög vandlátar.

Meira hér um meyjarmerkið.

Hugh Jackman, www.pjatt.is

VOG

Vogin elskar að daðra og vill alltaf geðjast fólki. Hún er nærgætin í bólinu, er til í að taka tillit til þín af því hún vill að þú fílir sig.

Til að táldraga vog…

… skaltu bjóða upp á gamaldags háklassa rómantík. Þú þarft að vera fáguð og glæsileg, bera þig vel, tala fallega. Farðu með vogina í leikhús og út að borða. Jafnvel í góða veislu þar sem hún getur spjallað við fullt af fólki og stungið svo af heim með þér. Vogin er félagsvera og elskar fólk.

Meira um vogarmerkið hér.

joaquin-phoenix21

SPORÐDREKINN

Dularfulli brjálæðingurinn, ákafur í bólinu, mikil kynvera. Þeir eru segulmagnaðir, dularfullir, draga þig að sér án þess að þú skiljir af hverju… því stundum virka þeir líka tilfinningalega fjarrænir.

Til að tæla sporðdreka… 

…þarftu að vera alveg útpæld. Þetta eru flóknar verur sem eru sjálfar vanar því að táldraga aðra. Sjáðu bara hvort hann/hún byrjar ekki og taktu þetta þaðan.

Meira um sporðdrekann hér.

casamento_Angelina_Jolie_Brad_Pitt_wedding-cris-vallias-blog-16

 

 

BOGMAÐURINN

Bogmenn eru svo lífsglaðir og kátir, alltaf til í allt. Sérstaklega að leika sér og það á líka við í bólinu. Þeir eru ungir í sér og fíla nýjungar svo það verður ekkert flókið að fá þá út í tilraunastarfsemi í bólinu. Hinsvegar eru þeir svolítið klofnir persónuleikar svo bogmaðurinn gæti sýnt þér svakalegan áhuga í stuttan tíma og farið svo allt í einu yfir í eitthvað annað.  Þeir endast ekki endilega lengi í samböndum, eru ávallt að leita að einhverju flíng með öðrum… ef þú vilt stabíla ást sem endist að eilífu þá er þetta merki kannski ekki málið, en ef þú vilt stuð og stemmningu, ferðalög, ævintýri og fjör… já, þá ertu að leita að bogmanni.

Til að tæla bogmann…

… skaltu bara vera sjálfsörugg, í góðu skapi, hress og kát. Bjóddu honum á einhverja grínmynd í bíó, farðu með hann á fjórhjól, í óvissuferð, gerið eitthvað skemmtilegt. Bogmenn eru líka náttúrubörn svo þú getur kannski boðið upp á útileigu og kelerí í tjaldi. Þá verða þeir skotnir.

Meira um bogamennina hér.

bradley-cooper

STEINGEITIN

Steingeitin er mjög íhaldsöm og þarf að vera óskaplega ástfangin til að bara yfirleitt íhuga það að fara á kelerí. Það er ekkert anað að neinu ef maður er steingeit. Allt er útpælt fyrst. Engin hvatvísi.

Til að táldraga steingeit…

… skaltu fyrst og fremst sýna þolinmæði og gefa þessu tíma. Byrjaðu á að snerta hana varlega og í guðanna bænum ekki hella þér yfir hana í einum risa skammti. Það fælir hana frá. Byggðu þetta hægt upp og vertu viss um að það mun takast, með tímanum, að tæla dýrið.

Meira um steingeitina hér. 

Christian Bale er hörkukroppur og frábær leikari

VATNSBERINN

Vatnsberar elska sérviturt og skrítið fólk. Þeir eru líka mjög mikið fyrir fallega líkama og bara það að þú sért í góðu formi getur fengið hann/hana til að vilja kasta af sér fötunum og hoppa á þig. Þeir eru líka uppreisnargjarnir og geta endalaust komið á óvart í rómantíkinni.

Til að tæla vatnsbera…

…skaltu passa þig að vera ekki of auðveld/ur. Þeim finnst gaman að eltast aðeins við þig. Þú mátt ekki vera til alveg strax. Þeir vilja hafa aðeins fyrir þessu.

Meira um vatnsberann  hér. 

Daniel Craig

 

FISKUR

Fiskurinn er ótrúlega afslappaður. Ekkert stress hér. Þeir vilja bara easy going samband sem er ekki fullt af einhverju veseni. Um leið og þeir finna þessa týpu þá vilja þeir glaðir leysa öll vandamál og vinna í að sambandið þeirra verði áfram frábært.

Til að tæla fisk…

… skaltu vera svolítið agressív. Þetta eru letidýr sem eiga ekki eftir að nenna að elta þig á móti svo þú þarft bara að koma að ná í fiskinn þinn.

Lestu meira um fiskinn hér. 

GANGI ÞÉR VEL!