Heit ídýfaUnga fólkið kallar heitar ídýfur eðlur en við köllum þetta bara heitar ídýfur. Þessi er tilvalin fyrir kósýkvöld, saumaklúbb eða hvaða veislu sem er.

INNIHALD

1 bolli majones
1 bolli saxaður perlulaukur eða púrra (saxa þá mjög fínt)
1 matskeið parmesan ostur
1/4 teskeið hvítlaukssalt
1 bolli rifinn ostur
söxuð steinselja
ritzkex og tekex

Hrærðu saman majonesi, lauk, parmesanosti og hvítlaukssalti. Blandaðu ostinum út í og settu í eldfast mót. Bakaðu á sirka 150-160 í 40 mínútur eða þar til osturinn er orðin fallega gylltur. Dreifðu steinselju yfir til skrauts ef þú vilt hafa þetta extra fínt.

Berið fram með kexi og/eða snakki og sjúkega góðu skapi!