2

Konur gerast ekki mikið lífsglaðari en sjónvarpsstjarnan og grínistinn Ellen DeGeneres og það má svo sannarlega taka sér hana til fyrirmyndar í þeim efnum.

Ellen segist fara eftir 10 reglum sem stuðla að hamingju hennar en þær má lesa hér. Þetta er ekki svo flókið…

1. Engar reglur

„Fyrsta reglan er að ég hef engar reglur. Þannig að allar hinar reglurnar geta breyst hvenær sem er. Eða ekki.”

2. Ekki óttast breytingar

„Ekki forðast breytingar. Það er mikilvægt að halda áfram að prófa nýja hluti og nýja lifðanarhætti. Skapandi fólk þarf að örvast.”

3. Finndu ástríðuna

„Finndu ástríðu þína og farðu á eftir henni. Það tók mig tíma að finna mína ástríðu. Þegar ég áttaði mig á að það væri að gera aðra hamingjusama og koma þeim til að hlægja fann ég fyrir verulegum drifkrafti. Enn í dag set ég mér ný markmið á mínu sviði og vinn að því að ná þeim.”

4. Svefn

„Sofðu. Mikið. Ég tel mikilvægt að ná átta tímum á nóttu til að vera besta útgáfan af sjálfri mér. Þú þarft að slökkva á þér og hlaða batteríin fyrir næsta dag.”

1

5. Hreyfing

„Hreyfðu þig á hverjum degi. Teygðu á, stundaðu jóga, farðu í gönguferðir. Komdu blóðflæðinu af stað.”

6. Hugleiddu

„Hugleiddu eða sittu hljóð í allavega tíu mínútur á dag.”

7. Hafðu gott í kringum þig

„Umkringdu þig hlutum sem gera þig hamingjusama, hvort sem það er náttúran, list eða jafnvel húsgagn. Ég elska að vera umkringd dýrum – þau hafa kennt mér að treysta og elska skilyrðislaust.”

8. Vertu miskunsöm við þig

„Ekki tala þig niður ef þú gerir eitthvað heimskulegt. Slepptu takinu. Reyndu að horfa á heildarmyndina og sjá hlutina í nýju ljósi.”

9. Enga eftirsjá

„Ekki sjá eftir neinu. Þú getur lært eitthvað af hverri einustu upplifun. Lestu Lífsreglurnar fjórar eftir Don Miguel Ruiz.”

10. Góð

“Verið góð hvort við annað. Þið vissuð sennilega að ég myndi segja þetta.”