Screen Shot 2015-03-30 at 09.33.21

Þetta er stórgóður hollusturéttur sem gerir ekki flugumein fyrir kroppinn og kemur sér vel fyrir stelpurnar sem eru að taka á því í ræktinni. Ofsalega gott!

Innihald

Nautahakk kryddað eftir smekk
Fersk salat eftir smekk
Paprika
Rauðlaukur
Tómatar
Avocado
Aaco sósa
Feta ostur
Nokkur spinat blöð

Bygg hrísgrjón passa einnig ljómandi vel við ég sleppti þeim í þetta sinn.  Aðferðin segir sig sjálf ef þú hefur gert taco áður en annars er þetta bara að steikja hakkið á pönnu og blanda svo eftir kúnstarinnar reglum.

Ég skreytti með valhnetum i lokin þær eru svo rosalega hollar, nota hvert tækifæri til að smygla þeim i matseld.