pönnukaka2Það er svo yndislegt að geta gefið sér smá tíma saman með fjölskyldunni á sunnudögum, setjast niður saman og spjalla um atburði liðinnar viku.

Á mínu heimili eru gjarnan bakaðar pönnukökur á sunnudögum. Okkur finnst þær alltaf jafn góðar og svo finnst okkur gaman að prófa að setja mismunandi álegg á þær. Hvort sem það er sykur eða þeyttur rjómi með ávöxtum og súkkulaði. Bananar, aðrir ávextir eða gotterí.

Hér kemur einföld og góð uppskrift að sunnudagspönnukökum :

pönnuka1Innihald:

360 gr hveiti
1 tsk sykur
1/2 tsk salt
1 tsk lyftiduft
1 tsk matarsódi
3 egg
2 tsk vanilludropar
700 ml mjólk
70 gr brætt smjör eða smjörlíki

Aðferð:

1. Setjið þurrefnin í skál.
2. Bætið eggjum og vanilludropum saman við.
3. Hellið mjólkinni saman við og hrærið vel.
4. Bræðið smjörið á pönnun og hellið saman við.
5. Hitið pönnuna og leyfið smá smjöri að bráðna á.
6. Setjiðum 5 msk af deigi á pönnuna og rennið deiginu til þannig að það fylli út í pönnuna.
7. Snúið pönnukökunni við með spaða þegar loftbólur fara að myndast.
8. Staflið pönnukökunum á disk og berið fram með grinilegum ávöxtum, rjóma og sykri.

Njótið sunnudagsins! Sunnudagur til sælu 🙂