Screen Shot 2015-03-21 at 12.31.20Það eru alltaf einhver tilefni sem geta truflað okkar plan með mataræðið en við eigum líka að njóta þess að taka þátt með öðrum og læra að gæta hófs.

Engin boð og bönn, heldur að kunna að hemja sig og njóta þess að fá sér góðan mat í hófi.  Litla skammta og vera ánægð með sig að hafa sett sér mörk.  Okkur líður best þegar við erum með ákveðnar venjur sem við erum sátt við og svo erum við alltaf að bæta við nýjum hollustuháttum.

Fiskur með kotasælu er hollur, góður og einfaldur.

INNIHALD:
200 gr hvítur fiskur
1 lítil dós kotasæla
2 msk sýrður rjómi
Blandað grænmeti brokkolí, blómkál, gulrætur, ferskt eða frosið

Anans í bitum úr dós, má líka sleppa
Himalayasaltsalt og pipar
Smá parmesan
1 tsk papríkukryddAÐFERÐ:

Grænmetið skorið smátt og sett neðst í eldfastmót. Sýrður rjómi settur yfir og næst fiskurinn. Ananas í bitum settur yfir fiskinn.  Kotasælu smurt yfir allt og rifinn parmesan og papríkukrydd ofaná.

Hitað á sirka 180 í blástursofni í 15-20 mínútur eða þar til fiskurinn er mátulegur. Berið fram með salati og góðu grófu brauði ef vill.

Njótið!