om

Það er fátt betra en að hefja nýja viku á kröftugri möntru. Mantra er orð eða setning sem hjálpar þér að ná djúpri hugleiðslu.

Þú þarft ekki að sitja í lotus og endurtaka möntruna 100 sinnum til að hún hafi áhrif á þig þó það sé góð leið til að hugleiða. Lestu hana nokkrum sinnum yfir, veltu orðunum vel fyrir þér og hvernig þú getur tileinkað þér skilaboðin.

Orðið mantra hefur tvo þætti, man sem er rótin úr orðin hugur í Sanskrít og tra sem er rótin úr orðinu hljóðfæri. Mantra er því hljóðfæri hugans. Heilögust allra mantra er hljóðið ”OM” sem er einskonar frumhljóð heimsins. Þessi mantra er sögð fanga öll hljóð sem við getum framleitt og til eru og táknar takmarkalausa vitund alheimsins.

Og þar sem mantran þarf alls ekki að vera einhver heilög orð með hulda merkingu ætla ég að deila fallegum orðum fyrir þig til að taka með þér inn í vikuna.

,,Fallegur dagur byrjar á fallegum hugsunarhætti. Þegar þú vaknar, taktu þér tíma til að hugsa hvílík forréttindi það eru að einfaldlega vera á lífi og heilbrigð. Þegar þú byrjar að haga þér sem lífið sé blessun, get ég fullvissað þig um að það mun byrja að vera þannig. Tíma sem eytt er í þakklæti er tími sem vert er að lifa.”

Namaste