Screen Shot 2015-03-13 at 11.51.35Föstudagur enn á ný, ótrúlegt hvað þessar vikur eru fljótar að líða! Með hækkandi sól verður allt svo miklu auðveldara og yndislegt að finna orkuna í kringum okkur.

Við verðum kappsamari í öllu því sem við erum að gera og einmitt að nýta sér það í ræktinni.  Það er svo gaman að njóta sumarins í góðu formi. Og veturinn er líka alveg að vera búinn !!
Einföld ráð eru oftast best.  Ertu búin að prófa að taka eplaedik samfellt í mánuð og ná að finna muninn hvað það getur gert þér gott ?  Prófaðu að blanda 1 msk af eplaediki í 1 vatnsglas á hverjum morgni, það er líka gott að gera þetta á kvöldin áður en þú ferð að sofa, tvisvar á dag í mánuð og athugaðu hvort þér líður betur.  Best er að kaupa lífrænt og drekka með röri 🙂
Svo er bara að hafa gaman af helginni og hlakka til næstu viku!

Hollt bananabrauð er gott á sunnudegi

2,5 dl döðlur
1,5 dl. heitt vatn
1/2 dl. olía
2 egg
1/2 tsk. salt
2 1/2 dl hveiti
2 1/2 dl heilhveiti
1 tsk. matarsódi
1/2 tsk. lyftiduft
3 stórir vel þroskaðir bananar
1 tsk. vanilludroparHitið ofninn í 170°C og smyrjið ílangt form með olíu.
Skera niður döðlur smátt eða í matvinnsluvél.  Hella heitu vatni yfir og láta standa meðan annað er útbúið.  Stappa niður banana og geyma.  Blanda þurrefnum saman.  Döðlumaukið unnið vel saman og olíu bætt út í og eggjum einu í einu og hrært í á milli.  Bætið vanilludropum og stöppuðum bönunum við og hellið út í hveitiblönduna.  Blandið varlega saman og hellið í form og bakið í ca 50-60 mín við 170°hita.

Njótið!