möndlukaka2

Hér kemur uppskrift að fljótlegri og bragðgóðri möndluköku sem er fullkomin með helgarkaffinu.

Þessi kaka tekur enga stund og ekki skemmir fyrir að hráefnin í hana á maður gjarnan til fyrir.

möndlukakaMöndlukaka:
2 Egg
1 1/2 dl. Sykur
1 3/4 dl. Hveiti
1 tsk Lyftiduft
100 gr Brætt smjör eða smjörlíki
2 tsk Möndludropar

Glassúr:
2 dl Flórsykur
5 msk Heitt vatn
Matarlitur
1 tsk sítrónudropar

Aðferð:
1. Þeytið egg og sykur vel saman.
2. Hveiti og lyftiduft bætt saman við.
3. Smjör eða smjörlíkið fer eftir hvort þið notið brætt.
4. Smjörið aðeins látið kólna og sett út í blönduna ásamt dropunum.
5. Smyrjið hringlaga eldfast form og setið deigið í.
6. Bakið við 180 gráður í um 25 mínútur.

Setjið glassúr á kökuna þegar hún hefur fengið að kólna aðeins. Verði ykkur að góðu!