HEIMILI: Innlit í fallega og hlýlega íbúð – Pottablómin eru nauðsyn
Ferskleiki er ríkjandi í þessari sjarmerandi íbúð. Pottablómin eru löngu orðin nauðsyn á hverju heimili, enda gífurlega fallegt að taka græna litinn inn.
Það skapar svo hlýlega stemmingu að hafa teppi á sófum og stólum. Það er sniðugt hvernig notast er við mottur til að toppa hlýleikann, heildar lúkkið á íbúðinni verður mjög fallegt. Stíll sem auðvelt er að tileinka sér með ekki svo miklum tilkostnaði.