11022928_10204639311955192_1698749965_nAð byrja daginn á góðum morgunmat er eitthvað sem að skiptir mig miklu máli og það er ennþá betra ef maturinn er hollur líka!

Flestir sem þekkja mig vita að mér matur alveg einstaklega góður og ég er mikið fyrir það að prófa mig áfram í eldhúsinu.

Ég að sjálfsögðu tek mína nammidaga, og stundum aðeins of oft, en ég reyni þó að halda ágætu jafnvægi á þessu og morgunmatur er, eins og allir vita, mjög mikilvæg máltíð sem að engin ætti að sleppa.

Eftir að ég fór að borða á morgnanna finn ég mikinn mun á mér og orkan mín hefur aukist til muna.

Ég er í rauninni ekkert með neinn ákveðinn matseðil  en ég byrja oftast á því að fá mér vatnsglas með sítrónu út í eða grænt te með lime.

Ég tek svo inn vítamínin mín og nýlega fór ég að fá mér skot af ólífuolíu, helst lífrænni með sítrónu út í og mér finnst það alveg meiriháttar gott en það á víst að vera rosalega gott fyrir húðina og að sjálfsögðu kætir það bragðlaukana en ég er bara gersamlega orðin háð þessu. Svo finnst mér nú líka köld kókosólía alveg dásamleg og fæ mér einstaka skeið af henni ef mig langar.

Morgunmaturinn sjálfur er rosalega misjafn en ég fæ mér oftast harðsoðið egg, chia graut, ávaxta og grænmetis smoothie, stundum Herbalife og þegar ég geri vel við mig þá fæ ég mér grafin og reyktan lax ásamt brauðsneið.  Það má svo að sjálfsögðu ekki gleyma ,,kaffinu” mínu en ég fæ mér Amino Energy ef að ég er mjög þreytt.

10924798_10204412651768829_7384897331300878210_n

Þar sem ég er að vinna alveg rosalega mikið þessar vikurnar, og er með mjög stórt heimili, þá er ég ekki enn farin að komast almennilega af stað í líkamsrækt en ég reyni þó að fara út að ganga reglulega.

Stefnan er tekin á að bæta þetta með hækkandi sól enda finnst mér dásamlegt að vera út í náttúrunni að skokka og gera nokkrar æfingar og er ég svo heppin að hafa svona mikla náttúrufegurð í kringum mig. (Snæfellsbæ og Borgarfjörðinn).

Nú langar mig að deila með þér uppskrift af dásamlega góðum Chia graut sem ein besta vinkona mín gaf mér  en ég breytti uppskriftinni örlítið.

______________________________________________________________

  • 2 msk Chia fræ
  • 2 msk tröllahafrar
  • 4 msk möndlumjólk
  • 1/2 tsk kanill

Þessu er blandað saman og sett í skál með plasti yfir og inn í ískáp. Ég geri þetta áður en ég fer að sofa og borða svo að morgni.

Þegar þetta hefur fengið að vera í nokkra stund í ískápnum tek ég hálft grænt epli og sker það niður í litla bita og set ofan á grautinn ásamt smá lífrænu hungangi og smá kanil og þá er þetta bara tilbúið!! Einfalt, hollt og gott.

11003971_10204639315475280_686766063_n

Þó svo að ég reyni að halda mig frekar í hollustunni þá er í raun ekki mikið á bannlista hjá mér, fyrir mig skiptir fjölbreytileiki og jafnvægi miklu máli og ég borða það sem að mér þykir gott og lætur mér líða vel hvort sem að það sé andlega eða líkamlega.

Ég lifi bara einu sinni, ég vill ekki eyða því í að vera stöðugt í megrun og líða stanslaust illa yfir því hvað ég læt ofan í mig.

Ég er sælkeri, finnst gott að borða og þess vegna reyni ég að finna mitt jafnvægi þannig að ég geti leyft mér að njóta þess sem að ég borða!