Give-Forgiveness2

Við höfum öll lent í erfiðum aðstæðum eða samskiptum þar sem okkur finnst einhver hafa komið illa fram við okkur eða brotið á okkur. Við eigum öll þessa sögu sameiginlega þó hún sé mismunandi eftir hverjum og einum.

Í mörgum tilvikum hefur manneskjan sem okkur fannst koma illa fram ekki einu sinni hugmynd um að hún hafi látið okkur líða svona og í öðrum tilvikum gæti það hafa verið algjörlega af ásettu ráði. Hver svo sem sagan þín er þá er aðeins eitt fyrir þig að gera í þessari stöðu. AÐ FYRIRGEFA.

ForgivenessQuotes660Við eigum það til að halda svo fast í þessi atvik, hugsa um þau daginn út og inn, endurupplifa, hugsa hvað við hefðum átt að segja, hvað við hefum átt að gera, hvað viðkomandi fengi sko að heyra það ef hann reyndi þetta aftur.

Reiðin og skömmin koma blússandi upp rétt eins og þú sért að lenda í þessu atviki aftur, þú finnur og sérð þetta alveg ljóslifandi fyrir þér.

Þú hugsar: „Næst þá skal ég sko…!.“

En það verður ekkert næst. Þetta atvik mun aldrei gerast aftur. Þetta móment er farið, for good. Því skaltu sleppa takinu. Fyrirgefðu gerandanum. Nei það er ekki endilega auðvelt og nei það gerir alls ekki lítið úr atvikinu sem gerðist. En jú það gerir allt fyrir þig.

Máttur fyrirgefningarinn er svo kraftmikill. Nú er ég ekki að meina að þú eigir að hlaupa upp að þessari manneskju og segja: „Hey fyrirgefðu að þú varst vond/ur við mig.“

Þvert á móti skaltu finna þann stað í hjarta þínu sem leyfir þér að fyrirgefa þessari manneskju og sleppa svo takinu á reiðinni.

  • Fyrirgefðu henni því hún vissi ekki betur.
  • Fyrirgefðu henni því hennar innra stríð gerði það að verkum að hún gat ekki stjórnað sér betur.
  • Fyrirgefðu henni því hún ber ekki meiri virðingu fyrir sjálfri sér en þá sem hún sýndi þér.
  • Fyrirgefðu henni því hún kom ekki illa fram við þig útaf því hver þú ert, heldur útaf því hver hún er.
  • Fyrirgefðu henni til að fá þá ró í hjartað sem þú átt skilið.
  • Fyrirgefðu henni fyrir sjálfa/n þig.

Þær eru margar hetjurnar sem hafa stigið fram í fjölmiðlum og á netinu og sagt sína sögu en það eru ekki bara þessar hetjur sem þurfa að fyrirgefa.

Við eigum öll okkar sögur, lítil atvik og stór og við þurfum öll að læra að fyrirgefa. Ekki fyrir gerandann, heldur fyrst og fremst fyrir okkur sjálf.