nikolay_nikolov_grandos

Á föstudaginn n.k verður fjörug skemmtun haldin á SPOT í Kópavogi en þá mun búlgarski dansflokkurinn Grandos stíga á stokk og trylla kvenþjóðina.

Margar muna eftir því þegar strákarnir í Chippendales gerðu allt vitlaust á konukvöldi á Broadway árið 2006 en lýsingar úr Fréttablaðinu þann 22. ágúst 2006 eru svohljóðandi:

„Konur flykktust á sýninguna og ekki varð betur séð en að fullt hús hafi verið að horfa á dansflokkinn.
Chippendales lofuðu góðri sýningu fyrir kvöldið og sögðust ætla að trylla íslensku kvenþjóðina. Vöðvstæltu karlmönnunum tókst það enda voru konurnar gjörsamlega stjórnlausar þegar folarnir stigu á svið og beruðu sig í takt við háværa teknótónlist.“

Úr Mogganum 2006.
Úr Fréttablaðinu 2006. [skjáskot af timarit.is]
Að sjá Grandos sperra sig lauflétta á Spot á föstudaginn gæti verið mjög hressandi tilbreyting svona í snjófjúkinu í febrúar enda svo sannarlega ekki á hverjum degi sem íslenskar konur fá að horfa á dansandi káta karla í góðu formi.

Danshópar sem þessir hafa verið áberandi allt frá árinu 1980 en margar sáu myndina Magic Mike sem segir frá strákaflokki sem ferðast um heiminn og dansar.

Það vantar ekkert upp á vöðvana...
Það vantar ekkert upp á vöðvana hjá Grandos gaurunum… Svo kunna þessar elskur að dansa líka.

Upp á fjörið ætlum við að gefa hressum saumaklúbb (eða tveimur) miða á stuðið en miðinn kostar 4.900 og innifalið í miðaverði er sýningin, happdrætti með veglegum vinningum, uppistand og einnig gefst gestum tækifæri á að láta mynda sig með hópnum eftir að sýningu er lokið! Vúhú!

Spot opnar hinsvegar kl 19:00 og þar er hægt að fá sér mat og drykk áður en folarnir stíga á svið kl 21.00. Hér er viðburðurinn á Facebook.

Því ekki að taka lífið létt og taka léttan gleðisprett með vinkonuhópnum á föstudagskvöldið!?Hafa húmor fyrir þessu. Ef þú manst eftir konukvöldunum á Broadway þá veistu að það er heilmikið flipp og fjör í vændum 😉

Skildu eftir komment við þessa færslu (smella á mynd eða skrolla neðar í kommentin) og við bjóðum þér og stelpunum á þessa erótísku gleðistund. Segðu bara hvað þið eruð margar (við gefum allt að 20 miða!) og taggið þær sem þið viljið fá með í geimið.