ammon-carver-whydid-blog
Mynd: Whydidyouwearthat.com

 

Við höfum áður skrifað aðeins um L’anza hárvörur hér á Pjattinu en L’anza vörurnar eru þróaðar og framleiddar í Bandaríkjunum og hafa notið mikilla vinsælda þar um árabil.

ahc-kho-finishing-spray-350mlKeratin Healing Oil Lustrous Finishing Sprey >

Gefur hárinu raka og er með blöndu af fjórum olíum sem byggja upp hárið, næra það og styrkja um leið og þú rammar inn greiðsluna.

Þornar fljótt og gefur gott hald, er með styrkleika 9 af 10 í haldi.
Keratin Healing Oil gefur hárinu bæði lyftingu og glans og er með þrefaldri UV-vörn sem er algjörlega nauðsynlegt ef þú skyldir vera ein af þeim sem er á leiðinni til Kanarí á næstunni. Hárið getur farið mjög illa í sól og þá er auðvitað brill að nota þetta lakk til að halda hárinu í skefjum og vernda það og næra um leið. Í þessu hárlakki er hitavörn upp á 230 og það verndar líka lit hársins. Er sérstaklega gott fyrir þær sem eru með dökkan lit í hárinu.

Screen Shot 2015-02-08 at 18.47.37< Healing Style Dry Texture Spray

Er algjör snilld! Þú getur notað það bæði sem þurrsjampó sem gefur hárinu lyftingu og til að ramma inn hárið.

Það verndar hárið og er með hárri hitavörn (260). Haldið er í 5 af 10 og það er líka UV vörn í þessu lakki. Það þornar mjög hratt og er í raun algjört möst að hafa með í veskinu á daginn.

L’anza vörurnar fást á betri stofum landsins og þú getur lesið mjög flott blogg um þær t.d. hér á Why did you Wear that.