1423059113_ashley-graham-sports-illustrated-467

Sports Illustrated sem er þekkt fyrir hafa þokkadísir í bikiníum á forsíðu blaðsins er nú í fyrsta sinn með fyrirsætu í plús stærð í blaðinu.

swimsuits-for-all-ad-inlineÞó ekki á forsíðu en það mun kannski breytast. Fyrirsætan heitir Ashley Graham og er ótrúlega ánægð með líkama sinn (enda glæsileg!!).

„Mér finnst línunrnar mínar kynþokkafullar og ég vil að aðrir viti að þeirra eru það líka,” segir fyrirsætan þegar hún var spurð út í bikiniherferðina. „Það er engin ástæða til þess að fela sig og allar ástæður til þess að sýna sig,” bætti hún við.

Ashley sem er í stærð 16 (USA stærðir) hefur á ferli sínum setið fyrir í Elle, Harper´s Bazaar, Glamour og Latina svo eitthvað sé nefnt. Henni finnst einnig að það þurfi að byrja snemma að tala um sjálfsmynd í skólum því það er á þeim árum sem átraskanir byrja. Þar sem þetta snýst ekki bara um að vera heilbrigð/ur heldur einnig að elska sjálfan sig.

Síðan bætir við forstjóri bikiníframleiðandans Swimsuitsforall, sem eru með bikiníherferðina, að nú séu mjúkar línur “in” !  

ashley-graham-sports-illustrated-inline

Hér er kynningar myndband á herferðinni:

[youtube]https://www.youtube.com/watch?v=ZbNiuwnyGNk[/youtube]

[Heimild: Usmagazine.com]