bollurHérna kemur uppskrift af góðum og hollum bollum, ég geri þessar gjarnan um helgar í stað þess að fara í bakarí og kaupa brauð og rúnstykki sem fer ekki sérlega vel í maga.

Upsskriftin er afar einföld og er einnig skemmtileg þar sem að hver og einn getur sett sín uppáhaldasfræ með í uppskriftina.

Innihald bollur:

2.dl fimmkornablanda (eða þau fræ sem þér þykja góð)
1.bréf þurrger
1 og 1/2 dl volg mjólk
1.dl ab mjólk
4.msk ólífuolía
1/2tsk salt
4.dl heilhveiti
2.dl spelt (fínt eða gróft er val)

Aðferð bollur:

1. Hrærið saman geri og volgri mjólk.
2. Bætið þurrefnum smátt saman við.
3. Hnoðið vel saman látið hefast í um 40 mínútur.
4. Setjið bökunarpappír á bökunarplötu og hitið ofninn í 200 gráður.
5. Gerið um 15 stk meðal stórar kúlur úr deiginu og setjið á plötuna.
6. Smyrjið bollurnar að ofan með eggi og stráið yfir t.d. graskersfræum eða einhverjum sem hentar.
7. Bakist við 200 gráður í um 10 mínútur.

Láttu bollurnar standa og kólna í smá stund áður en þú berð þær fram. Þær eru dásamlegar með smjöri sem bráðnar og osti yfir. Munu alveg slá í gegn! Þú verður að prófa.