Bláberjamúffur - Sniðugt að gera hálfa uppskrift, það er stundum alveg nógHérna kemur uppskrift að bláberja múffum í hollari kantinum. Einfaldar í framkvæmd og æðislega gómsætar.

Þær eru frábært nesti í vinnuna eða fyrir krakkana í skólann. Góðar milli mála og svona til að grípa í.

Innihald:

3 dl spelt
2 tsk vínsteinslyftiduft
1 tsk salt
2 stk egg
3 msk agave síróp
50-70 ml hrísmjólk eða möndlumjólk
2 msk kókosolía
2 tsk vanilludropar
Ein askja eða um það bil 250-300 gr fersk bláber

Aðferð:

1. Blandið þurrefnum saman í skál.
2. Hrærið saman egg, agavesíróp, mjólkina, kókosolíuna og vanilludropana.
3 Blandið eggjablöndunni saman við þurrefnin ( má bæta smá mjólk saman við ef blandan er of þur).
4. Blandið fer ferskum bláberjum varlega saman við.
5. Setjið í muffins form og bakið við 200 gráður í um 25 mínútur.

Verði ykkur að góðu !