Screen Shot 2015-01-16 at 21.14.41

Þar sem nýtt ár er gengið í garð passar að vera fersk með hnitmiðuð markmið og hafa heilsuna i fyrsta sæti.

Mér hefur tekið svona líka ljómandi vel upp þessa fyrstu daga, full af orku og til í að gera enn betur varðandi hreyfingu og hollt mataræði.

Maturinn skiptir svo miklu máli til að maður hafi orku og áhuga á öllum heimsins skemmtilegu hlutum, vinnunni og hinu daglega lífi.

Ég ætla að vanda mig á hverjum degi með næringu og hreyfingu, já ætla að toppa sjálfa mig, 48 ára kvennsuna – þó fyrr hefði verið!

Það er gaman að bera ábyrgð á heilsunni og getað með heilum hug miðlað til annarra.

Melónuskál með ferskum ávöxtum

  • 1dós sýrður rjómi
  • 1/2 appelsina
  • nokkur falleg blá vinber
  • ávextirhálf melóna skafin að innan (notaði kjötið úr henni i boozt)
  • 1 rautt epli
  • dass af Agave sýrópi eða nokkra steviu dropa
  • 1 meðalstór banani

Aðferð:

Ávextirnir smátt saxaðir og blandaðir vel við sýrða rjómann, einnig notaðir til skreytinga i restina með nokkrum valhnetum.

 

Melónuskál fyrir kroppinn