chocolate-chip-pancakes

Þessi er góð fyrir fólk sem er á LKL eða Paleo kúr, eða bara þau sem vilja draga úr neyslu sinni á kolvetnum og auka við prótein. Einstaklega mikið nammi namm, gott á morgnanna, sem nesti yfir daginn eða í bröns um helgar.

1 (35g) Bragðlaust próteinduft
¼ bolli (15g) kókosmjöl
½ bolli kókosmjólk
½ bolli eggjahvítur
½ tsk Vanillu extrakt (dropar)
1 tsk hunang

-Blandaðu saman próteindufti og kókosmjöli í miðlungs stórri skál. Blandaðu saman restinni í annari skál og hrærðu vel saman. Mjög vel.

-Settu blautu hráefnin saman við þurrefnin og hrærðu þar til þetta er allt mjög vel blandað. Helltu svo sirka einum fjórða úr bolla á pönnu sem búið er að úða með steikarolíu og steiktu þar til pannsan verður aðeins gullbrún. Úr þessu færðu um fimm pönnsur.

Njóttu!

  • Hitaeiningar: 132.4
  • Prótein: 18.2g
  • Fita: 2.8g
  • Kolvetni: 7.6g