Screen Shot 2014-12-22 at 11.31.55 AM

Þá fer að líða að áramótum enn einu sinni. Árið 2014 leið á ljóshraða og allt í einu er árið 2015 að taka við.

Áramótin eru alltaf skemmtilegur tími enda gaman að fara í partý og vera “all in” í förðun, fötum og hári. Augnhár, glimmer, krullur, pallíettur og háir hælar eru must have að mínu mati á áramótunum.

Mig langar að sýna ykkur mína uppáhalds förðun fyrir áramótin 2015 en ég legg áherslu á augun en leyfi vörunum einnig að njóta sín. Það er líka alveg hægt að hafa nude varir á móti, það kemur mjög flott út. En í þetta skiptið langaði mig að að hafa bæði dramantísk augu og varir. Þið getið séð vörurlistann hér fyrir neðan ef þið viljið ná þessu lúkki!

IMG_0144

Áramótaförðunin mín breytist lítið frá ári til árs. Ég er undantekningalaust með glimmer og gerviaugnhár á augunum. Að sjáfsögðu koma inn nýjar og spennandi vörur og allt breytist örlítið með ári hverju en nú ákvað ég til dæmis að hafa húðina frekar látlausa. Ég setti farða og brúnkugel, púðraði létt yfir, skyggði örlítið með sólarpúðri og setti svo brúnleitan kinnalit. Varaliturinn er rauðbrúnn en mér fannst hann passa einstaklega vel við augnförðunina.

IMG_0143

Ég blanda saman mismunandi augnskuggum (sjá í vörulista), en set svo brúnt glimmer hálfa leið á augnlokið og “hálf” augnhár líka til þess að ná fram “cat eyes”. Til þess að fá bláa litinn til að verða meira áberandi og augun “skarpari” setti ég svartann eyeliner inn í neðri augnlínu og engann maskara á neðri augnhárin.

Screen Shot 2014-12-22 at 11.35.20 AM

Húðin

Screen Shot 2014-12-21 at 6.57.29 PM

Augun

Screen Shot 2014-12-21 at 7.09.47 PM

Varir

Screen Shot 2014-12-21 at 7.17.16 PM

Screen Shot 2014-12-22 at 11.35.20 AM

Þið þurfið að sjálfsögðu ekki að nota sömu vörur og ég enda listinn bara til þess að gefa ykkur hugmyndir. Það er um að gera að prófa sig áfram á sínu dóti og prófa mismunandi hluti, sjá út hvað klæðir þig best.

Mig langar að nota tækifærið með þessum pistli og óska ykkur öllum gleðilegs nýs árs og farsældar á komandi ári og þakka fyrir lesturinn á árinu sem er að líða!

– Annika

000002415327

 

Hefurðu gaman af pistlunum okkar á Pjatt.is? Finndu okkur á Facebook, hakaðu við Like puttann og smelltu á “Get Notifications” – Þá missirðu ekki af neinu 😉