Screen Shot 2014-12-03 at 13.13.15

Ég hef óskaplega gaman af því að baka, svo gaman að ég tek það að mér að baka fyrir vini og vandamenn ef þau hafa ekki tímann í það.

Hérna má sjá nokkrar afmælistertur sem ég hef bakað upp á síðkastið. Ég á jú ekki svona mikið af börnum sjálf. Allar tengjast þær áhugamálum og uppáhald afmælisbarnanna en það er í raun ekki svo flókið að gera svona tertu.

bleik

Sumir eru auðvitað alveg til í að svindla smá og nota Betty Crocker deig enda rennur þetta allt jafn ljúflega ofan í litla fólkið. Mestu skiptir að kakan sé falleg, jafnvel ævintýraleg!

stjarnan

Kannski gefa þessar þér einhverjar hugmyndir… Kakan hér fyrir neðan var fyrir lítið kríli sem elskar Bangsímon og varð himinlifandi að sjá þetta skrautlega fjall en sambærilega köku gerði ég fyrir Skoppu og Skrítlu þema. Þú finnur uppskriftina að henni HÉR.

pooh

Að lokum er það kaka skreytt með Ninja Turtles, Smarties og Kit-Kat. Þessi sló í gegn hjá Turtles aðdáandanum sem fékk hana.

turtles