Þetta er auðvitað bara nammigott og þú átt sannarlega ekki að borða þig sadda af þessu. Njóttu þess frekar að finna 75 hitaeininga bombuna bráááðna í munninum meðan þú sötrar kaffibollann á sunnudaginn.

Dugar fyrir 30.

INNIHALD:

1/2 bolli smjör
3/4 saxaðar peacan hnetur
400 gr af Betty Crocker Double Chocolate Chunk Cookie Mix (ekki gera eins og stendur á umbúðunum)
1/2 bolli af hveiti
2 matskeiðar af vatni
3/4 bolli flórsykur, sigtaður

AÐFERÐ:

Hitaðu ofninn í 190.

Þeyttu vel saman smjöri og peacan hnetum. Bættu kökumixinu, hveiti og vatni og hrærðu þar til þetta verður að deigi. Mótaðu litlar kúlur úr deiginu (c.a. 2.5 cm) og settu á bökunarplötu með 2.5-3 cm millibili. Bakist í 14-16 mínútur þar til þær verða þéttar í sér. Rúllaðu upp úr flórsykri og láttu þorna á grind.

Berðu fram með kaffi eða mjólk og njóttu í botn.