Capture

Cake Pops eru litlar sætar kökur sem eru festar á pinna svo þær minna helst á sleikipinna.

Cake Pops eru ótrúlega skrautlegar og skemmtilegar á veisluborðinu með brúðartertunnni til dæmis. Síðan eru þær alveg einstaklega ljúffengar líka! Þú flýgur til himna meðan súkkulaðið bráðnar á tungunni.

Þá er Cake Pops fullkomlega mátulegt. Meira að segja þeir sem eru á aðhaldskúr neita sér ekki um einn pinna. Það er allt annað en heil kökusneið. Svo fullkomlega mátulegt.

Eins og sjá má á myndunum er hægt að gera allskonar sniðugar útfærslur, meira að segja Sushi, en myndirnar eru teknar úr bókinni Cake Pops eftir Molly Bakes. Hér er svo uppskrift að þessum dásemdar kökupinnum.

Cake Pops, fallegar á að líta og hrikalega ljúffengar.