Fæddur 5. ágúst 1981 í Chicago, Illinois. Hér eru 10 atriði um Jesse Williams sem þú vissir mögulega ekki …

 • Giftur maður. Sæt saman!
  Giftur maður. Sæt saman!

  Augun hans eru græn og blá til skiptis!

 • Hann gekk að eiga Aryn Drake-Lee í Los Angeles þann 1. september 2012.
 • Hún er fasteignasali.
 • Auk þess að vera sæmilega útlítandi virðist hann vera mjög almennilegur. Áður en hann hreppti hlutverk Jackson Avery í Grey’s Anatomy vann hann fyrir sér sem kennari og um tíma eða í hálft ár sem leikskólakennari.
 • Hann er með BA gráðu frá Temple University í “African American Studies” og “Film and Media Arts”.
 • Hann ólst upp í Dartmouth, Massachusetts þar sem foreldrar hans störfuðu sem kennarar.
 • Hann á dóttur, Sadie, fædd 13. desember 2013.
 • Hann hefur mikinn áhuga á íþróttum.
 • Samkvæmt IMDb er hann hálfur Svíi og hálfur Bandaríkjamaður, sel það ekki dýrara en ég keypti það.
 • Hann er 1.87 á hæð.

Það verður gaman að fylgjast með hvort og hvernig leiklistarferill hans þróast. Hver veit kannski fer hann sömu leið og Clooney, úr læknadrama yfir í stórar Hollywood myndir.

Eigum við ekki að vona það?! Það er svo sannarlega ekki leiðinlegt að horfa á manninn.