dessert

Þessi eftirréttur hefur slegið í gegn svo um munar á veitingahúsum í Bandaríkjunum en ég kynntist þessu góðgæti þegar ég fór í frí með fjölskyldunni til Florída.

Eftirrétturinn er eins einfaldur í framkvæmd og hægt er að hugsa sér og svoooo góður!

AÐFERÐ OG INNIHALD

Settu í eftifarandi röð…

5 Oreo kex mulinn í botninn á fallegu glasi eða skál

Næst kemur Royal kararmellubúðingur (leiðbeiningar á pakkanum)

Vanilluís

Heit, söltuð karamellusósa. Uppskrift að henni færðu HÉR.

Blandaðu þessu saman og skreyttu með einu Oreo efst.

Njótið!