Undanfarin ár hefur Halloween hátíðin verið að ryðja sér rúms hér á Íslandi.

Það er misjafnt hve mikinn metnað fólk leggur í búningana sína en við getum öll verið sammála um það að það getur verið alveg ofboðslega skemmtilegt að vera einhver allt annar í eitt kvöld.

Eftir að ég var útí í Bandaríkjunum á Halloween fyrir fimm árum síðan þá hef ég verið algör aðdáandi þessarar hátíðar og elska allt sem henni viðkemur en samt sérstaklega það að velja mér búning.

Meðfylgjandi eru nokkrar hugmyndir, misfrumlegar og misskemmtilegar, um búninga fyrir Halloween.