Tea-Art-13-850x566

Í innliti dagsins kíkjum við til Taipei í Taívan, þar er glæsileg íbúð á þriðju hæð í stórhýsi

Íbúðin hefur verið gerð upp í stórkostlegum stíl. Allur arkitektúrinn og hönnunin er hugsuð með þægindi í huga og samspili lita og lýsingar og tengsl við náttúruna. Innréttingar eru sérsmíðaðar úr gegnheilum við og húsgögnin valin frá þekktum hönnuðum og er  útkoman alveg svakalega flott.

Tea-Art-04-850x566

Tea-Art-05-850x566

Tea-Art-03-850x566

Sjónvarpsherbergið er í opnu rými stofunnar en er þó stúkað örlítið af. Pallurinn bakvið sjónvarpsherbergið er lýstur með falinni lýsingu og kemur það út eins og pallurinn fljóti. Annars er sjónvarpsherbergið vel upp sett, öll þægindi til staðar og heimilislegir fylgihlutir til skrauts.

Tea-Art-10-850x566

Tea-Art-11-850x566Uppi á pallinum er te-herbergið en þar er safn af tekötlum, tebollum og öðrum munum sem tengjast te menningu. Sérsmíðað borð og fallegir stólar eru í miðju herbergi og þar er hægt að gæða sér á lúxus te-bolla ásamt góðum vini og slaka á.

Tea-Art-14-850x566Borðstofuborðið er óvenjulegt í laginu og kemur svakalega vel út með hvítum og rauðum stólum. Taktu eftir lýsingunni fyrir ofan borðið líka.

Tea-Art-09-850x566Eldhúseyjan er í miðjunni á stóra opna rýminu og þessir ofur svölu stólar prýða barborðið í eldhúsinu. Taktu endilega eftir lýsingunni, hún er mjög vel útsett, bæði í lofti, á veggjum og undir pallinum og gerir ótrúlega mikið fyrir heildina.

Tea-Art-20-850x566

Heimaskrifstofan er mjög vel skipulögð með sérsmíðuðum skápum og skúffum. Léttleiki og flott skipulag ræður þar ríkjum.

Tea-Art-16-850x566

Hjónaherbergið er mjög rúmgott og fallegt en þar kemur lýsingin sterkt inn líka. Lýsingin er bakvið þili á veggnum bakvið rúmið þannig skapast þrívíddar útlit á heildina. Skrifborðið/snyrtiborðið er sérsmíðað og kemur vel út.

Tea-Art-17-850x1275

Tea-Art-18-850x566Samspil lýsingar, forma, lita og efna gerir þessa íbúð alveg stórglæsilega