bananapipp muffins

Hérna kemur skemmtileg nýung sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara, æðislega góðar súkkulaðimuffins með bræddi bananapippi ofan og ferskum jarðaberjum. Endilega prófið þessar með helgarkaffinu !

Innihald í súkkulaði muffins:

 • 2 dl hveiti
 • 1 dl sykurJarðarber - stútfull af C vítamínum
 • 100 gr mjúkt smjör eða smjörlíki
 • 2 stk egg
 • 1 dl bökunarkakó
 • 1 tsk salt
 • 1 1/2 tsk matarsódi
 • 1 1/2 tsk lyftiduft
 • 1 tsk vanilludropar

Innihald í bananapipp krem:

 • 100-150 gr mjúkt smjör
 • 2-3 dl flórsykur
 • 1 stk eggjarauða
 • 1 tsk vanilludropar
 • 150 gr bananapipp súkkulaði

Aðferð súkkulaðimuffins:

1. Þeytið saman egg og sykur þar til blandan verður létt og ljós.

2. Bræðið smjörið og látið kólna aðeins og hellið svo við blönduna.

3. Sigtið svo hveitið, kakóið og hin hráefnin út í blönduna og hrærið vel saman.

4. Setjið í meðalstór mufffins form og bakið á 180 gráðum í um 12-15 mínútur, misjafnt eftir stærð formanna sem að þið notið og eins eru ofnar misjafnir.

Látið kökurnar kólna vel á meðan bananapipp kremið er framkvæmt.

Aðferð bananapippkrem:

1. Takið smjörið sem á að vera mjúkt og hrærið aðeins upp í því, blandið svo vanillidropum og flórsykrinum varlega saman við. Hrærið vel saman.

2. Setjið eina msk af smjöri í pott við lágan hita ásamt 150 gr af bananapippi og hrærið vel í blöndunni, hér verður að passa að hafa alls ekki of háan hit því annars eyðileggst súkkulaðiblandan.

3. Þeytið eggjarauðuna í sér skál og hellið svo volgri súkkulaðiblöndunni saman við eggjarauðuna og hrærið vel. Leyfið svo súkkulaðiblöndunni aðeins að kólna og þykkna áður en henni er blandan saman við smjörkremsblönduna.

4. Þetta er svo allt þeytt saman og lagt yfir kökurnar, mér finnst svo best að skella kökunum með kreminu á aðeins í kæliskáp þá verður kremið stíft. Svo sker ég fersk jarðaber ofan á sem gerir bragðið enn betra.