mural_pt_imagem_awesome_jumps_08
Markmið eru mikilvæg mannfólkinu þar sem þau hvetja okkur áfram. Markmið er brúin milli þess að ætla eða vilja að ná einhverju ákveðnu og að ná því.

Það er heilbrigt og gott að setja sér markmið til þess að hafa alltaf eitthvað ákveðið að vinna að. Það getur þó oft verið erfitt að fylgja þeim markmiðum sem við setjum okkur, en það geta verið ýmsar ástæður fyrir því.

Það eru sex atriði sem einkenna góð markmið:

1. Markmið ætti að vera vel skilgreint
Óljósar óskir henta ekki, það eru ekki raunveruleg markmið. D
æmi um óljóst markmið er „ég vil verða grennri“. Þetta er ekki 08edc51f5ea09f6dd262c21a7efb5406skýrt markmið. Betra markmið er „ég vil missa 5 kg“.

2. Markmið ætti að vera skriflegt
Með því að skrifa niður markmiðið þitt og setja það á stað þar sem þú sérð það oft, til dæmis á spegilinn inni á baði eða á ísskápinn, ertu stöðugt að minna þig á markmiðið þitt. Í amstri hversdagsins eiga markmið til að gleymast og verða fjarlægir draumar. Að hafa það skriflegt og stöðugt sjáanlegt viðheldur því fersku í minninu og gerir að verkum að þú ert meðvitaðari um að ná því.

3. Markmið á að vera jákvætt
Markmið er eitthvað sem þú ert að vinna að fyrir þig og ætti þessvegna ekki að vera neikvætt. Viðhorf tengjast hegðun og þessvegna er mikilvægt að halda þeim á jákvæðu nótunum fyrir þig, þú ert ekki að refsa þér heldur ertu að vinna að ákveðnum markmiðum til þess að bæta þig eða þitt líf.

Markmið ætti ekki að vera orðað „ég ætla ekki að drekka gos lengur“ heldur væri betra að segja „ég ætla að drekka nóg vatn á hverjum degi“ eða jafnvel „mér finnst gott að drekka vatn hvern dag“.

Með því að staðhæfa eitthvað ákveðið á jákvæða vegu ertu að stuðla að því að hegðunin fylgi þessu jákvæða viðhorfi.

4. Markmið þarf að hafa ákveðna tímaáætlun
Til þess að markmiði geti verið náð verður að vera einhver endastöð. Það er erfitt að finna fyrir hvatningu eða ákafa ef það er ekki ákveðinn tímarammi. Ef þú finnur ekki fyrir ákafa gætirðu endað á að standa í sömu sporum og komast ekki áfram með neitt. Auðvitað getur eitthvað komið upp á, nýjar áskoranir og óvænt áföll, en þá þarftu bara að aðlaga markmiðið að nýjum aðstæðum.

5. Markmið ætti að höfða persónulega til þín
Ef markmið er ekki persónulega aðlaðandi fyrir þig muntu ekki finna til innri hvatningar og eldmóðs til að ná því. Reyndu því að greina í sundur eitthvað sem er þér virkilega mikilvægt og annað sem er bara óskhyggja.

6. Markmið ætti að vera erfitt en raunsætt
Ef markmið er of auðvelt gæti þýtt að þú veitir því ekki næga athygli til að klára það. Ef markmiðið er hinsvegar of erfitt gæti þig skort sjálfstraust til að ná því. Markmið ætti að vera sett á þann hátt að þú getir náð því með seiglu og einbeitningu.

Prófaðu nú að skrifa niður nokkur vel valin, eftirsóknarverð markmið samkvæmt þessum leiðbeiningum og farðu eftir þeim. Fyrr en varir gerist eitthvað frábært!