frönsk kaka sunnudags

Ég verð að minna aðeins á gömlu góðu frönsku súkkulaðikökuna sem er svo einföld í framkvæmd, fljótgerð og svo dásamlega góð.

Mér finnst alltaf þægilegt að bjóða upp á franska súkkulaðiköku hvort sem það er með sunnudagskaffinu eða í veislum, maður á oftar en ekki hráefnin í hana að utanskildu súkkulaðinu og svo er alltaf hægt að breyta meðlætinu með henni t.d. þeyttur rjómi, vanilluís, heit söltuð karamellusósa eða ferskir ávextir.

Innihald:

  • 200gr. smjör
  • 200gr. 70% súkkulaði
  • 4 stk egg
  • 1.dl sykur eða 1/2 dl agave síróp
  • 1.dl hveiti eða 1.dl spelt
  • Fersk jarðaber, 1.peli þeyttir rjómi og flórsykur til skreytingar ( þarf þó alls ekki frekar en maður vill)

Aðferð:

1. Þeytið saman egg og sykur þannig að blandan verður létt og ljós.

2. Bræðið smjörið og súkkulaðið saman yfir vatnsbaði.

3. Blandið súkkulaðiblöndunni saman við eggjablönduna og setjið hveitið smám saman út í og hrærið vel með sleikju.

4.Smyrjið bökunarform hringlaga vel að innan með smjöri, hellið deiginu í formið og bakið í ofni við 180 gráður í um 20-25 mínútur.

5. Takið kökuna úr ofninum, skreytið með flósykri eða því sem ykkur þykir smekklegt.

Kakan er að mínu mati best þegar hún er borin fram volg með þeyttum rjóma eða vanilluís. Njótið vel með góðu kaffi, mjólk eða jafnvel rauðvínsglasi.

Bon appetit!