ber

Borðar þú nóg af grænmeti og ávöxtum hvern dag? Líklegt er að svarið sé því miður ekki jákvætt.

Samkvæmt Landlækni eigum við að borða að lágmarki 500gr af grænmeti og ávöxtum á dag, að minnsta kosti 200gr af hvoru.

Það eru hreinar línur að Íslendingar eru margir hverjir ekki að ná að fylla þennan grasafæðiskvóta sinn hvern dag. Hér eru 20 leiðir sem ég nota til þess að ná inn mínum kvóta:

 1. Epliperu– eða bananabitarrúsínur og alls konar ber út á hafragrautinn eða  jógúrtið
 2. Ábluefruitvöxtur er fljótlegt millimál og auðvelt  er að grípa til dæmis epliappelsínu eða banana með sér þegar maður hleypur út úr húsi
 3. Hrökkbrauð er rosalega gott með osti og niðurskornum tómatsneiðum eða gúrkusneiðum
 4. Melónur eða mangó er hægt að skera niður í bita og setja í box til að taka með sér að heiman
 5. Kiwi er auðvelt að taka með sér
 6. Það er hægt að búa til allskonar boost með annaðhvort ávöxtum eða grænmeti sem uppistöðu, til dæmis boost með skyri, jarðaberjumbönunum og bláberjum eða boost með appelsínusafaspínatiappelsínu og engiferi
 7. Döðlur er hægt að kaupa í pokum til að grípa í ef svengd sækir að
 8. Þurrkaðir ávextir eru tilvaldir til snæðings í staðinn fyrir nammi
 9. Eplaskífur eru rosalega góðar með möndlu- eða hnetusmjöri
 10. Baunaspírur er auðvelt að grípa með sér og maula
 11. Í afmælum eða annarskonar boðum er sniðugt að sneiða niður paprikur,gúrkurbrokkolíblómkál og sellerí og bjóða upp á með ídýfu eða sýrðum rjóma
 12. Bláber eru full af næringar- og andoxunarefnum og er gott að setja þau í boost, út á hafragraut, AB mjólkina eða borða eintóm
 13. Gulrætur er auðvelt að taka með sér og gott að nasla milli mála
 14. Litlir tómatar eru mikið nammi og gaman að grípa í þegar maður er við tölvuna, sjónvarpið eða bókina og vantar eitthvað að maula
 15. Jarðabervínber og aðrar gerðir af berjum eru frábært snarl með bíómyndinni á kvöldin
 16. Grænmeti með hádegismatnum, niðurskornir tómatarlaukurgúrkubitarpaprika,brokkolí, steiktir sveppirsalat
 17. Gott er að gera sér brauð í grilli með osti og aspas, eða steikja hann og hafa sem meðlæti með fiski eða steik
 18. Kúrbítur (zucchini) er tiltölulega bragðlaus og gæti hentað þeim sem eru ekki hrifnir af grænmeti að steikja nokkra bita af því sem meðlæti með mat
 19. Niðursneiddar eggaldinsneiðar eru mjög góðar steiktar á pönnu með salti og svolitlum pipar
 20. Avocado er sérlega hollt og gott, auðvelt að brytja það niður í salatið eða grípa það með sér á hlaupum og borða beint með skeið

 Gangi þér vel og gleðilega heilsu!