Smoked_Haddock_Cakes_landscape

Við kunnum oft ekkert að gera við afganga úr fiski en þessi uppskrift er alveg frábær og einstaklega ljúffeng með svalandi köldu sítrónuvatni og góðu brauði.

Frábær hádegismatur og meira að segja hægt að taka með sér sem nesti í vinnuna og hita upp daginn eftir.

INNIHALD:

350g kartöflumús
1 msk* Hellmann’s Létt Mayones
175g soðin ýsa
175g reyktur fiskur, t.d. lax
4 vorlaukar (eða annar góður laukur, t.d graslaukur eða púrra).
1 msk steinselja
1 msk hveiti eða spelt
1 msk olía
1 tsk sinnep með fræjum
3 msk Hellmann’s Light Mayonnaise

AÐFERÐ:

1. Blandaðu saman kartöflum, fiski, vorlauk, mayonesi og steinselju.

2. Mótaðu bollur sem þú fletur út, veltir upp úr hveiti/spelti og steikir í 5 mínútur (2.5 á hvorri hlið).

3. Blandaðu rest af majónesi og sinnepi saman og berðu fram með klöttunum.

Þennan heimilislega rétt er gott að bera fram með brauði og salati, eða hrísgrjónum.

(Uppskrift fengin að láni hjá Hellmanns)