sykurlausar-blc3a1berjamc3baffur-036

Ég er voðalega hrifin af NOW merkinu og hef sérstaklega mikið álit á tiltölulega nýrri vöru frá þeim sem kallast Sugarless sugar.

now

Þið sem hafið verið að nota náttúruleg sætuefni (t.d. stevia) í stað sykurdjöfulsins, kannist kannski við það að stevia er miklu sætari heldur en sykur og þessvegna erfiðara fyrir mann að ná að sirka út hversu mikið af steviu þarf í staðinn fyrir sykur í uppskriftum.

Sugarless Sugar gerir alla útreikninga óþarfa þar sem það er 1:1 steviablanda. Þetta þýðir að maður getur notað jafn mikið af sykurlausum sykri og talað er um í uppskriftum í stað sykurs, þetta sparar manni heilasellurnar, tannskemmdir og vesen – og passar upp á magaummál um leið.

Ég finn nánast engan mun á sykurlausa sykrinum og alvöru sykri, hann lítur líka nákvæmlega eins út, ef ég vissi ekki betur þá héldi ég að NOW væri bara að plata mig!

NOW merkið er þó gæðamerki og þeir vita alveg hvað þeir eru að gera þarna, nú get ég hamingjusamlega notið bláberjamúffu í eftirrétt eftir góðan hádegisverð með bros á vör.

Hráefni

 • 200gr heilhveiti
 • 100gr sugarless sugar frá NOW
 • Hálf teskeið af salti
 • Tvær teskeiðar lyftiduft
 • 40gr ólífuolía
 • Eitt egg
 • 40gr mjólk (líka hægt að nota möndlumjólk eða hrísmjólk)
 • 150gr bláber (fersk eða frosin – ég fátæki námsmaðurinn sætti mig við frosin)

Mylsnuhráefni (Má sleppa)

 • 60gr sugarless sugar frá NOW
 • 40gr heilhveiti
 • 30gr smjör, skorið í litla teninga
 • 2 teskeiðar kanill

Aðferð – Múffur

 • Hitaðu ofninn í 200° og taktu til múffuform
 • Blandaðu saman heilhveiti, sykur, salti og lyftidufti í skál
 • Taktu til bolla og helltu ólífuolíunni í hann ásamt egginu og mjólkinni – helltu þessu út á þurrefnin og hrærðu vel saman
 • Bættu bláberjunum út á og blandaðu vel saman við
 • Settu deigið í formin – stráðu loks mylsnunni yfir múffurnar áður en þær fara í ofninn

Aðferð – Mylsna

 • Blandaðu saman sykrinum, hveiti, smjörteningunum og kanil með gaffli
 • stráðu yfir múffurnar áður en þær fara í ofninn

Bakaðu í uþb hálftíma í ofni – eða þar til þær eru tilbúnar (tími gæti verið misjafn eftir því hversu stór múffuformin eru)

sykurlausar-blc3a1berjamc3baffur-017

sykurlausar-blc3a1berjamc3baffur-036

Njótið!