UN0143_H_Inspire_Scrumptious_Chicken_6_640x3301399-335442

Kósýmatur eða “comfort food” er algjörlega það sem við þráum nú þegar skammdegið hellir sér yfir okkur.

Þessi uppskrift er algjörlega fullkominn kósýfæða á köldu haustkvöldi. Gerðu vel við þig og þína með þessari ofureinföldu uppskrift sem hentar líka fullkomlega fyrir LKL kúrinn, með því að nota Sunnere brauðmix í staðinn fyrir venjulegt rasp.

INNIHALD:

  • 4 kjúklingabringur
  • 4 ríflegar matskeiðar af Hellmann’s Light Mayonnaise
  • 60g Parmesan ostur (ferskur)
  • 2 msk rasp eða brauðmix
  • 1/2 tsk krydd, t.d. oregano, timian

___________________________________________________________________

AÐFERÐ:

UN0143_H_Inspire_Scrumptious_Chicken_2_640x3301399-335438

1. Hitaðu ofninn í 210, raspaðu ostinn niður og blandaðu saman við mayonesið

UN0143_H_Inspire_Scrumptious_Chicken_3_640x3301399-335439

2. Settu mayones/parmesan blönduna á kjúklinginn

UN0143_H_Inspire_Scrumptious_Chicken_5_640x3301399-335441

3. Dreifðu rasp og kryddblöndunni jafnt yfir og bakaðu í um 20-25 min (eða þar til kjúllinn er gegnsteiktur og mjúkur).

UN0143_H_Inspire_Scrumptious_Chicken_6_640x3301399-335442-1

4. Njóttu í botn með þínu uppáhalds fólki.

Þennan rétt er gott að bera fram með hrísgrjónum og brokkolí, eða sætum kartöflum og salati. Í einni matskeið af léttu mayo eru um 40 – 50 hitaeiningar!

Uppskrift og myndir fengnar að láni af vef Hellmanns og HÉR er eiginlega sama uppskrift útfærð af Sveindísi með aðeins öðruvísi sniði.